Vilja treysta á vind og sól 31. maí 2011 05:30 Norbert Röttgen umhverfisráðherra, Philipp Rösler efnahagsráðherra og Angela Merkel, kanslari þýsku stjórnarinnar. nordicphotos/AFP „Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára. Þetta er algjör viðsnúningur hjá þýsku stjórninni, sem seint á síðasta ári setti fram áætlun um að fresta lokun kjarnorkuvera landsins til ársins 2036. Ástæða sinnaskiptanna er kjarnorkuslysið í Japan. Alvarlegar skemmdir urðu á kjarnorkuverinu í Fukushima í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju í mars síðastliðnum. Merkel segir að það hafi skipt sköpum fyrir sig að sjá hve Japanar voru hjálparvana gagnvart náttúruöflunum, þrátt fyrir að Japan sé iðnvætt nútímaríki búið allri þeirri tækni sem duga ætti til að bregðast við slysum af þessu tagi, en dugði þó ekki. „Við viljum að raforkan verði örugg, áreiðanleg og efnahagslega hagkvæm í framtíðinni,“ sagði Merkel í gærmorgun, þreytt eftir næturlangar samningaviðræður stjórnarflokkanna. Alls voru sautján kjarnaofnar starfræktir í Þýskalandi í vetur. Átta elstu ofnarnir voru teknir úr notkun í vor, fljótlega eftir slysið í Japan. Þá eru níu eftir, og verða sex þeirra starfræktir áfram til ársins 2021 en þrír þeir nýjustu verða notaðir ári lengur, eða til 2022. Fyrir áratug tók vinstri stjórn sósíaldemókrata og græningja ákvörðun um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í Þýskalandi árið 2021, en hægri stjórn Merkel taldi rétt að framlengja þann frest um fimmtán ár. Tæplega 30 prósent af allri raforku, sem framleidd er í Þýskalandi, kemur frá kjarnorkuverum. Í staðinn fyrir kjarnorkuna ætla Þjóðverjar að leggja áherslu á vindorku, sólarorku og vatnsorku, sem nú sér Þjóðverjum fyrir sautján prósentum af allri raforkunotkun í landinu. Merkel segir stefnt að því að auka hlut þessara þriggja orkugjafa um helming á næstu áratugum. „Það er gríðarlega krefjandi verkefni að umbreyta orkugeiranum,“ segir Hans-Peter Keitel, forseti Samtaka þýska iðnaðarins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira