Nýir og nauðsynlegir sendiherrar Ögmundur Jónasson skrifar 1. júní 2011 07:00 Nýverið hitti ég í Alþingishúsinu nýja sendiherra. Það væri ekki í frásögur færandi nema af því að þeir hafa sérstakt og brýnt hlutverk í samfélagi okkar: Að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks meðal jafningja sinna undir formerkjum hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun. Sjö einstaklingar sóttu námskeið sem veitti þeim innsýn í sáttmálann sem Ísland undirritaði 30. mars 2007. Hann fjallar um það hvernig á að gæta þess að réttindi fatlaðs fólks í landinu séu tryggð. Og hver er betur til þess fallinn en einmitt sá sem er í þeim hópi? Hann getur best tjáð jafningjum sínum og okkur öllum hvernig við eigum að bera virðingu fyrir öllum, hverju þarf að breyta, hvernig gæta þarf að aðgengi og réttarkerfinu svo nokkuð sé nefnt. Augljóst var af þessum stutta fundi okkar að sendiherrarnir nýju eru allir sem einn áhugasamir um að standa sig. Þetta eru þau Gísli Björnsson, Ingibjörg Rakel Bragadóttir, Ína Valsdóttir, María Hreiðarsdóttir, Skúli Steinar Pétursson, Þórey Rut Jóhannesdóttir og Þorvarður Karl Þorvarðarson. Þau hafa öll öðlast mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra og þau hafa sérhæft sig í ákveðnum sviðum í þessu verkefni. Núna í júní fara þau um og kynna samninginn öðru fólki með þroskahömlun. Þau skipta liði og heimsækja meðal annars hæfingarstöðvar, ýmsa vinnustaði og aðra þá staði sem óska eftir kynningu þeirra. Þar leggja þau upp í mikilvæga sendiför með mikilvæga þekkingu og áminningu sem koma þarf á framfæri. Ég vil að lokum óska þeim velfarnaðar í sendiherrastarfinu og er sannfærður um að hér eru á ferðinni nýir og nauðsynlegir sendiherrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00 Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00 Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00 Sjálfstætt líf Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. 4. júní 2011 00:01 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nýverið hitti ég í Alþingishúsinu nýja sendiherra. Það væri ekki í frásögur færandi nema af því að þeir hafa sérstakt og brýnt hlutverk í samfélagi okkar: Að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks meðal jafningja sinna undir formerkjum hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun. Sjö einstaklingar sóttu námskeið sem veitti þeim innsýn í sáttmálann sem Ísland undirritaði 30. mars 2007. Hann fjallar um það hvernig á að gæta þess að réttindi fatlaðs fólks í landinu séu tryggð. Og hver er betur til þess fallinn en einmitt sá sem er í þeim hópi? Hann getur best tjáð jafningjum sínum og okkur öllum hvernig við eigum að bera virðingu fyrir öllum, hverju þarf að breyta, hvernig gæta þarf að aðgengi og réttarkerfinu svo nokkuð sé nefnt. Augljóst var af þessum stutta fundi okkar að sendiherrarnir nýju eru allir sem einn áhugasamir um að standa sig. Þetta eru þau Gísli Björnsson, Ingibjörg Rakel Bragadóttir, Ína Valsdóttir, María Hreiðarsdóttir, Skúli Steinar Pétursson, Þórey Rut Jóhannesdóttir og Þorvarður Karl Þorvarðarson. Þau hafa öll öðlast mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra og þau hafa sérhæft sig í ákveðnum sviðum í þessu verkefni. Núna í júní fara þau um og kynna samninginn öðru fólki með þroskahömlun. Þau skipta liði og heimsækja meðal annars hæfingarstöðvar, ýmsa vinnustaði og aðra þá staði sem óska eftir kynningu þeirra. Þar leggja þau upp í mikilvæga sendiför með mikilvæga þekkingu og áminningu sem koma þarf á framfæri. Ég vil að lokum óska þeim velfarnaðar í sendiherrastarfinu og er sannfærður um að hér eru á ferðinni nýir og nauðsynlegir sendiherrar.
Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00
Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00
Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00
Sjálfstætt líf Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. 4. júní 2011 00:01
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun