Þjóðrembingurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. júní 2011 06:00 Landsmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í gær með hefðbundnum hætti. Dagurinn einkennist af tvennu; ríghaldi í horfnar hefðir með blómsveigum og ræðum og svo húllumhæi með mússík og kandíflossi. Fátt nýtt á ferð þar. Öllu athyglisverðara er að fylgjast með umræðunni sem skotið hefur rótum undanfarið í tengslum við þennan dag. Greinarhöfundur varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi í háskólanámi að lesa allar hátíðarræður og skrif í tengslum við fimm stórar þjóðhátíðir; 1874, 1930, 1944, 1974 og 1994. Það hefði kannski ekki átt að koma á óvart, þar sem viðhald þjóðernisvitundar byggir á hefðum, en það var samt undrunarefni að ræðurnar 1994 voru næstum ljósrit af þeim sem fluttar voru 120 árum fyrr. Þjóðir eru ímyndað samfélag sagði einn fræðimaður seint á síðustu öld og annar sagði um það bil hundrað árum fyrr að það að tilheyra þjóð væri í raun dagleg atkvæðagreiðsla. Báðar kenningarnar byggja á þeirri skoðun að þjóð geti ekki verið lífrænt fyrirbæri, geti ekki haft eðli. Það að tilheyra einni þjóð umfram aðra sé tilviljun og það að skipta stærri hópi í þjóðir sé ekki öðruvísi skipting en í stéttir eða íbúa sama sveitarfélags, svo einhver dæmi séu nefnd. Það er því einstaklega ógeðfellt að heyra þann áróður sem sumir stjórnmálamenn hafa gripið til á síðustu dögum og mánuðum. Bull eins og að það sé móðgun við Jón Sigurðsson að vera í viðræðum við Evrópusambandið á 200 ára afmælisári Jóns dæmir sig sjálft sem þá firru sem það er og þeir stjórnmálamenn sem láta hafa það eftir sér ættu með réttu að vera dæmdir úr leik í vitrænni umræðu. Öfgar eru alltaf til staðar og lítið við því að segja – öfgar geta verið hið besta mál; hreyfiaflið sem kemur okkur úr kyrrstöðunni. Að orðræðan sem mótaðist í rómantík sjálfstæðisbaráttunnar sé hins vegar orðin ráðandi í daglegu stjórnmálavafstri er öllu alvarlegra. Hátíðarræðumenn ganga inn í ákveðið hlutverk og þeirra val er að halda í hefðina, þó trauðla sé mjög frumlegt að endurtaka aldagamlar ræður. Hjal um þjóðina þetta og þjóðina hitt, að þjóðinni finnist þetta og þjóðin hafi þetta eðli, að þjóðin móðgist yfir þessu og þjóðin kætist yfir hinu, er hins vegar olía á neista þjóðrembingsins. Þjóðrembingur er nefnilega einmitt það – rembingur – og við hann er ekkert jákvætt. Þjóð byggir nefnilega á skiptingu í okkur og hina og sú skipting byggist á útilokun og verði um sérréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Landsmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í gær með hefðbundnum hætti. Dagurinn einkennist af tvennu; ríghaldi í horfnar hefðir með blómsveigum og ræðum og svo húllumhæi með mússík og kandíflossi. Fátt nýtt á ferð þar. Öllu athyglisverðara er að fylgjast með umræðunni sem skotið hefur rótum undanfarið í tengslum við þennan dag. Greinarhöfundur varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi í háskólanámi að lesa allar hátíðarræður og skrif í tengslum við fimm stórar þjóðhátíðir; 1874, 1930, 1944, 1974 og 1994. Það hefði kannski ekki átt að koma á óvart, þar sem viðhald þjóðernisvitundar byggir á hefðum, en það var samt undrunarefni að ræðurnar 1994 voru næstum ljósrit af þeim sem fluttar voru 120 árum fyrr. Þjóðir eru ímyndað samfélag sagði einn fræðimaður seint á síðustu öld og annar sagði um það bil hundrað árum fyrr að það að tilheyra þjóð væri í raun dagleg atkvæðagreiðsla. Báðar kenningarnar byggja á þeirri skoðun að þjóð geti ekki verið lífrænt fyrirbæri, geti ekki haft eðli. Það að tilheyra einni þjóð umfram aðra sé tilviljun og það að skipta stærri hópi í þjóðir sé ekki öðruvísi skipting en í stéttir eða íbúa sama sveitarfélags, svo einhver dæmi séu nefnd. Það er því einstaklega ógeðfellt að heyra þann áróður sem sumir stjórnmálamenn hafa gripið til á síðustu dögum og mánuðum. Bull eins og að það sé móðgun við Jón Sigurðsson að vera í viðræðum við Evrópusambandið á 200 ára afmælisári Jóns dæmir sig sjálft sem þá firru sem það er og þeir stjórnmálamenn sem láta hafa það eftir sér ættu með réttu að vera dæmdir úr leik í vitrænni umræðu. Öfgar eru alltaf til staðar og lítið við því að segja – öfgar geta verið hið besta mál; hreyfiaflið sem kemur okkur úr kyrrstöðunni. Að orðræðan sem mótaðist í rómantík sjálfstæðisbaráttunnar sé hins vegar orðin ráðandi í daglegu stjórnmálavafstri er öllu alvarlegra. Hátíðarræðumenn ganga inn í ákveðið hlutverk og þeirra val er að halda í hefðina, þó trauðla sé mjög frumlegt að endurtaka aldagamlar ræður. Hjal um þjóðina þetta og þjóðina hitt, að þjóðinni finnist þetta og þjóðin hafi þetta eðli, að þjóðin móðgist yfir þessu og þjóðin kætist yfir hinu, er hins vegar olía á neista þjóðrembingsins. Þjóðrembingur er nefnilega einmitt það – rembingur – og við hann er ekkert jákvætt. Þjóð byggir nefnilega á skiptingu í okkur og hina og sú skipting byggist á útilokun og verði um sérréttindi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun