Óvæntur smellur frá Prins Póló 21. júní 2011 05:30 Tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson syngur sumarsmellinn Niðrá strönd sem fyllir dansgólf borgarinnar um þessar mundir. Mynd/Valli „Já, þú segir mér fréttir. Það er gaman að heyra að fólk sé að finna ástina í miðbænum um helgar," svaraði Svavar Pétur Eysteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Skakkamanage og Prins Póló þegar Fréttablaðið hafði samband og greindi honum frá því að lag hans „Niðrá strönd" væri að slá í gegn á dansgólfum borgarinnar. Umrætt lag er komið í nýjan og dansvædda útgáfu plötusnúðanna Margeirs Ingólfssonar og Jóns Atla Helgasonar. Sú útgáfa fyllir dansgólfin og er kandídat í sumarsmell ársins 2011. „Ég er mjög ánægður með þessa útgáfu af laginu hjá strákunum og það kemur mér ekkert á óvart að þetta slái í gegn enda Margeir og Jón Atli færir menn," segir Svavar og viðurkennir að hann sé svo heimakær að hann hafi ekki stundað skemmtistaðina lengi „Ég er svo mikill innipúki en núna verð ég að fara að gera mér ferð í bæinn og sjá dansinn duna við Niðrá strönd." Lagið átti upphaflega ekki að fara inn á plötunni Jukk, sem kom út síðasta haust og er fyrsta plata Prins Póló „Saga lagsins svipar örlítið til smellsins Garden Party með hljómsveitinni Mezzoforte en það var líka lag sem átti ekki að fara inn á plötuna en endaði með að vera aðallag sveitarinnar. Niðrá strönd byrjaði á einni nótu og svo kom textinn seinna meir og er í raun bara eitthvað bull sem ég sauð saman," segir Svavar. „Eigum við ekki að segja að textinn sé eins konar ástarsaga úr gettóinu?," segir breiðhyltingurinn Svavar en lagið má nálgast á tónlistarvefnum gogoyoko.com. -áp Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
„Já, þú segir mér fréttir. Það er gaman að heyra að fólk sé að finna ástina í miðbænum um helgar," svaraði Svavar Pétur Eysteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Skakkamanage og Prins Póló þegar Fréttablaðið hafði samband og greindi honum frá því að lag hans „Niðrá strönd" væri að slá í gegn á dansgólfum borgarinnar. Umrætt lag er komið í nýjan og dansvædda útgáfu plötusnúðanna Margeirs Ingólfssonar og Jóns Atla Helgasonar. Sú útgáfa fyllir dansgólfin og er kandídat í sumarsmell ársins 2011. „Ég er mjög ánægður með þessa útgáfu af laginu hjá strákunum og það kemur mér ekkert á óvart að þetta slái í gegn enda Margeir og Jón Atli færir menn," segir Svavar og viðurkennir að hann sé svo heimakær að hann hafi ekki stundað skemmtistaðina lengi „Ég er svo mikill innipúki en núna verð ég að fara að gera mér ferð í bæinn og sjá dansinn duna við Niðrá strönd." Lagið átti upphaflega ekki að fara inn á plötunni Jukk, sem kom út síðasta haust og er fyrsta plata Prins Póló „Saga lagsins svipar örlítið til smellsins Garden Party með hljómsveitinni Mezzoforte en það var líka lag sem átti ekki að fara inn á plötuna en endaði með að vera aðallag sveitarinnar. Niðrá strönd byrjaði á einni nótu og svo kom textinn seinna meir og er í raun bara eitthvað bull sem ég sauð saman," segir Svavar. „Eigum við ekki að segja að textinn sé eins konar ástarsaga úr gettóinu?," segir breiðhyltingurinn Svavar en lagið má nálgast á tónlistarvefnum gogoyoko.com. -áp
Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira