Vegtollavinir enn á ferð Ögmundur Jónasson skrifar 28. júní 2011 06:00 Mikilvægt er að halda vel til haga málefnalegum þráðum í umræðunni um samgöngumál; flækja þeim ekki saman því það ruglar umræðuna. FÍB sjálfu sér samkvæmtEinn þráðurinn snýr að skattlagningu umferðarinnar, hvort halda eigi áfram að skattleggja eldsneytið, aðflutningsgjöld bifreiða og svo framvegis til að fjármagna samgöngukerfið eða skattleggja notkun vegakerfisins með veggjöldum. Gjaldtaka fyrir notkun mun án vafa verða ofan á þegar fram líða stundir. Þarna stendur tæknin hins vegar í vegi enn sem komið er. Þannig hafa Evrópusambandsmenn ítrekað frestað breytingum á skattlagningarkerfinu í þessa veru vegna tæknilegra örðugleika. Annar þráður umræðunnar snýr að því hvort fyrrnefndir skattar af eldsneyti og aðflutningsgjöldum eigi allir að renna til samgöngumála eða einnig til annarra þátta. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur talað fyrir sjálfbæru samgöngukerfi á þessum nótum og hefur viljað annað tveggja: Fá meira fé til samgöngumála eða lægri bensíngjöld. Þetta kallaði hins vegar á niðurskurð í velferðarkerfinu því mikið af samgöngusköttunum rennur þangað inn. Þarna er ég ósammála FÍB en þetta er hins vegar fullkomlega málefnaleg og eðlileg umræða af hálfu samtakanna. Síðan er þriðji þráðurinn og hann snýr að því hvort ráðast eigi í flýti-stór-framkvæmdir á tilteknum leiðum sem yrðu fjármagnaðar með sérstökum vegtollum á þeim vegum. Fyrir þessu hafa Samtök atvinnulífsins talað en yfirleitt í felulitum. Þannig boðar SA ásamt vildarvinum til fundar nú í vikunni þar sem fjallað er „um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt“. Hér vantar það inn í að ég og þú eigum að bera enn meiri álögur í umferðinni – því verið er að tala um viðbótarfjármagn upp úr okkar vösum – fyrir framkvæmdir sem ég fullyrði að eru ekki besta leiðin til að ná fyrrgreindum markmiðum um öryggi og atvinnusköpun. Vegatollum mótmæltTugþúsundir Íslendinga hafa séð í gegnum þetta framtak vegtollavina og hafna áformum þeirra. Í mínum huga voru þau sett út af borðinu eftir fundi sem ég átti með sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum, auk þess sem ég fékk í hendur yfir 40 þúsund undirskriftir sem mótmæltu vegtollaleiðinni til að fjármagna flýtiframkvæmdir. Ég var tilbúinn að hlusta á rök SA nú í vor að þeirra kröfu í tengslum við kjarasamninga og „reyna til þrautar“. En ný rök eða nýjar upplýsingar komu ekki fram af hálfu SA. Bara krafa um að ég breytti um kúrs, ella yrði ég látinn víkja úr embætti! Ég er talsmaður þess að verja þeim milljörðum sem við ráðstöfum til vegamála til að gera það allt í senn að bæta samgöngur, auka öryggi og skapa atvinnu í stað þess að fara þær slóðir sem eingöngu þjóna þröngum sérhagsmunum. Ég hef alla tíð verið efins um vegaframkvæmdir fjármagnaðar með vegtollum nema í undantekningartilfellum. Þegar ég kom inn í ráðuneyti samgöngumála síðastliðið haust fékk ég hins vegar slík áform í fangið og ákvað að láta reyna á vilja sveitarstjórnarmanna, alþingismanna og vegnotenda almennt. Ég held að allir þeir sem ég spurði álits á fjölmennum fundum um þetta efni geti borið vitni um að þetta gerði ég af fullum heilindum. Niðurstaðan var hins vegar skýr og afdráttarlaus. Trúboðar gærdagsinsÞessum áformum var hafnað. Fundir SA með trúboðum gærdagsins breyta þar engu um. Tölur sýna að umferð hefur minnkað um allt land sem ræðst af hækkuðu eldsneytisverði og lægri ráðstöfunartekjum en áður. Áform um vegtolla þessu til viðbótar, þar sem oftast er hvorki um styttingu að ræða né aðra gjaldfrjálsa valkosti, þóknast almenningi alls ekki eins og við höfum ítrekað séð. Hér ber okkur skylda til að hlusta á rödd þjóðarinnar. Það hef ég gert og niðurstaðan er í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að halda vel til haga málefnalegum þráðum í umræðunni um samgöngumál; flækja þeim ekki saman því það ruglar umræðuna. FÍB sjálfu sér samkvæmtEinn þráðurinn snýr að skattlagningu umferðarinnar, hvort halda eigi áfram að skattleggja eldsneytið, aðflutningsgjöld bifreiða og svo framvegis til að fjármagna samgöngukerfið eða skattleggja notkun vegakerfisins með veggjöldum. Gjaldtaka fyrir notkun mun án vafa verða ofan á þegar fram líða stundir. Þarna stendur tæknin hins vegar í vegi enn sem komið er. Þannig hafa Evrópusambandsmenn ítrekað frestað breytingum á skattlagningarkerfinu í þessa veru vegna tæknilegra örðugleika. Annar þráður umræðunnar snýr að því hvort fyrrnefndir skattar af eldsneyti og aðflutningsgjöldum eigi allir að renna til samgöngumála eða einnig til annarra þátta. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur talað fyrir sjálfbæru samgöngukerfi á þessum nótum og hefur viljað annað tveggja: Fá meira fé til samgöngumála eða lægri bensíngjöld. Þetta kallaði hins vegar á niðurskurð í velferðarkerfinu því mikið af samgöngusköttunum rennur þangað inn. Þarna er ég ósammála FÍB en þetta er hins vegar fullkomlega málefnaleg og eðlileg umræða af hálfu samtakanna. Síðan er þriðji þráðurinn og hann snýr að því hvort ráðast eigi í flýti-stór-framkvæmdir á tilteknum leiðum sem yrðu fjármagnaðar með sérstökum vegtollum á þeim vegum. Fyrir þessu hafa Samtök atvinnulífsins talað en yfirleitt í felulitum. Þannig boðar SA ásamt vildarvinum til fundar nú í vikunni þar sem fjallað er „um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt“. Hér vantar það inn í að ég og þú eigum að bera enn meiri álögur í umferðinni – því verið er að tala um viðbótarfjármagn upp úr okkar vösum – fyrir framkvæmdir sem ég fullyrði að eru ekki besta leiðin til að ná fyrrgreindum markmiðum um öryggi og atvinnusköpun. Vegatollum mótmæltTugþúsundir Íslendinga hafa séð í gegnum þetta framtak vegtollavina og hafna áformum þeirra. Í mínum huga voru þau sett út af borðinu eftir fundi sem ég átti með sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum, auk þess sem ég fékk í hendur yfir 40 þúsund undirskriftir sem mótmæltu vegtollaleiðinni til að fjármagna flýtiframkvæmdir. Ég var tilbúinn að hlusta á rök SA nú í vor að þeirra kröfu í tengslum við kjarasamninga og „reyna til þrautar“. En ný rök eða nýjar upplýsingar komu ekki fram af hálfu SA. Bara krafa um að ég breytti um kúrs, ella yrði ég látinn víkja úr embætti! Ég er talsmaður þess að verja þeim milljörðum sem við ráðstöfum til vegamála til að gera það allt í senn að bæta samgöngur, auka öryggi og skapa atvinnu í stað þess að fara þær slóðir sem eingöngu þjóna þröngum sérhagsmunum. Ég hef alla tíð verið efins um vegaframkvæmdir fjármagnaðar með vegtollum nema í undantekningartilfellum. Þegar ég kom inn í ráðuneyti samgöngumála síðastliðið haust fékk ég hins vegar slík áform í fangið og ákvað að láta reyna á vilja sveitarstjórnarmanna, alþingismanna og vegnotenda almennt. Ég held að allir þeir sem ég spurði álits á fjölmennum fundum um þetta efni geti borið vitni um að þetta gerði ég af fullum heilindum. Niðurstaðan var hins vegar skýr og afdráttarlaus. Trúboðar gærdagsinsÞessum áformum var hafnað. Fundir SA með trúboðum gærdagsins breyta þar engu um. Tölur sýna að umferð hefur minnkað um allt land sem ræðst af hækkuðu eldsneytisverði og lægri ráðstöfunartekjum en áður. Áform um vegtolla þessu til viðbótar, þar sem oftast er hvorki um styttingu að ræða né aðra gjaldfrjálsa valkosti, þóknast almenningi alls ekki eins og við höfum ítrekað séð. Hér ber okkur skylda til að hlusta á rödd þjóðarinnar. Það hef ég gert og niðurstaðan er í samræmi við það.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun