Fljótlegt að hoppa í kjól 5. júlí 2011 20:00 Hanna Rún. Fréttablaðið/GVA Ég er mikil kjólamanneskja og finnst það afar þægilegur klæðnaður, það er svo fljótlegt að hoppa í þá," segir Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Hanna Rún hefur nýlega blómi á sig bætt en hún varð í fjórða sæti í latneskum dönsum í danskeppninni í Blackpool á Englandi. „Jú, ég á nokkuð marga danskjóla, átta stykki, en það er alls ekki óalgengt að stelpurnar sem eru að keppa eigi bara einn kjól. Mér finnst þægilegt að geta átt kjóla til skiptanna og þeir eru afar mismunandi. Nýjasti kjóllinn minn er mjög klassískur, lokaður í bakið og nær alveg upp í háls og svo á ég annan sem er í raun bara brjóstahaldari og pils," segir Hanna en G. Elsa Ásgeirsdóttir saumar alla hennar kjóla. Dagsdaglega er Hanna Rún annað hvort í blómakjólum eða svörtum fatnaði og hún er hrifin af tígrismynstri. Kjólinn sem hún klæðist á myndinni keypti hún fyrir tveimur árum erlendis. „Ég er alltaf á hælaskóm og á endalaust mikið af beltum. Mér finnst mjög gaman að hafa mig til." juliam@frettabladid.is Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ég er mikil kjólamanneskja og finnst það afar þægilegur klæðnaður, það er svo fljótlegt að hoppa í þá," segir Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Hanna Rún hefur nýlega blómi á sig bætt en hún varð í fjórða sæti í latneskum dönsum í danskeppninni í Blackpool á Englandi. „Jú, ég á nokkuð marga danskjóla, átta stykki, en það er alls ekki óalgengt að stelpurnar sem eru að keppa eigi bara einn kjól. Mér finnst þægilegt að geta átt kjóla til skiptanna og þeir eru afar mismunandi. Nýjasti kjóllinn minn er mjög klassískur, lokaður í bakið og nær alveg upp í háls og svo á ég annan sem er í raun bara brjóstahaldari og pils," segir Hanna en G. Elsa Ásgeirsdóttir saumar alla hennar kjóla. Dagsdaglega er Hanna Rún annað hvort í blómakjólum eða svörtum fatnaði og hún er hrifin af tígrismynstri. Kjólinn sem hún klæðist á myndinni keypti hún fyrir tveimur árum erlendis. „Ég er alltaf á hælaskóm og á endalaust mikið af beltum. Mér finnst mjög gaman að hafa mig til." juliam@frettabladid.is
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira