Ólafur Kristjáns: Elfar var settur í mjög erfiða stöðu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2011 07:00 Elfar Freyr kom ekki til móts við Blika á mánudag líkt og talað var um að hann ætti að gera. fréttablaðið/hag Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Sjá meira