Ólafur Kristjáns: Elfar var settur í mjög erfiða stöðu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. júlí 2011 07:00 Elfar Freyr kom ekki til móts við Blika á mánudag líkt og talað var um að hann ætti að gera. fréttablaðið/hag Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um. „Það var tuska í andlitið en það verður að taka tuskuna þaðan og vinna út frá því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, um stöðuna. Elfar Freyr fór til Grikklands síðasta sunnudag til þess að gangast undir læknisskoðun hjá AEK Aþenu. Hann fékk leyfi til þess með þeim formerkjum að hann kæmi til móts við Breiðablik í Þrándheimi á mánudag. Þangað kom hann aldrei. Ef Elfar spilar með Blikum í kvöld þá verður hann ólöglegur með AEK Aþenu í Evrópukeppninni í vetur. Eftir því sem Ólafur segir var Elfari stillt upp við vegg. Ef hann spilaði með Blikum þá yrði hann ekki keyptur. „Stráknum var stillt þannig upp við vegg að hann kemur ekki til okkar. Það er AEK Aþena sem stillir honum upp við vegg og setur hann í mjög erfiða stöðu. Gríska liðið gekk lengra en því var leyfilegt. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni á gríska þjóð yfirhöfuð þar sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Íslendingur,“ sagði Ólafur. Ljóst má vera að Blikar eru ekki par sáttir við sinn gamla leikmann, Arnar Grétarsson, sem er áðurnefndur yfirmaður íþróttamála hjá AEK og því ábyrgur fyrir þessum gjörningi. „Við erum engan veginn sáttir. Elfar er leikmaður Breiðabliks og það er ekki búið að skrifa undir samning við AEK sem gerir málið enn grófara. Þeir voru í raun og veru að ráðskast með leikmenn annars liðs. Það er erfitt að sætta sig við það.“ Fjarvera Elfars mun eðlilega veikja Blikana mikið en Ólafur mætir samt brattur til leiks. „Við teljum okkur vel geta náð í hagstæð úrslit og það er stefnan. Við munum eðlilega vera varnarsinnaðri en oft áður og stefnan er að loka á sóknarleik norska liðsins,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira