Veiking stjórnmálaflokkanna Haukur Arnþórsson skrifar 3. ágúst 2011 08:15 Staða stjórnmálaflokkanna hefur veikst mikið á umliðnum árum og mörg einkenni veiks flokkakerfis eru nú þegar staðreynd. Stjórnlagaráð, vel hvatt af almenningsálitinu og netverjum, gerir tillögur um enn frekari veikingu þeirra með nýjum tillögum sínum um kosningakerfi og val á frambjóðendum á lista, þar sem uppröðunarvald er tekið af flokkum og opnað fyrir persónukjör þar sem velja má stjórnmálamenn frá ólíkum flokksframboðum, sem gæti gert framboð flokkanna merkingarlítil. (Tillögur ráðsins um að kjósendur geti kosið frambjóðendur í öðrum kjördæmum verða varla teknar alvarlega. Kjördæmaskipting er úrræði lýðræðisins þegar fólk býr við mjög ólíkar aðstæður eftir búsetu). Ótækt kosningakerfiAf stjórnmálastofnunum móta stjórnmálaflokkarnir og kosningakerfið heildarsvip lýðræðisins meira en aðrir þættir (Dahl 1998). Hlutverk kosningakerfis er jafnan að auðvelt sé að mynda ríkisstjórn og jafnvel helst eins flokks ríkisstjórn, því þær eru skilvirkastar. Því þarf kosningakerfið að magna upp fylgisbreytingar. Tillögur Stjórnlagaráðs draga augljóslega úr fylgisbreytingum og þær styðja ekki við þessi tvö helstu markmið við gerð kosningakerfa. Þá er ekki síður alvarlegt að þær brjóta tvö af skilyrðum við mótun kosningakerfa eins og þau eru sett fram í bókinni: The International IDEA Handbook of Electoral System Design sem ritstýrt var af Reynolds og Reilly, (Sth. 1997) eða þau að kerfið sé einfalt og að það treysti samfellt starf stjórnmálaflokka. Þingræði kallar á starfhæfa flokkaStjórnlagaráð valdi þingræði sem stjórnkerfi landsins áfram. Í því kerfi er myndun starfhæfrar ríkisstjórnar meginverkefni flokka og í þingræði er ekki hægt að ganga mjög langt í þá átt að veikja stjórnmálaflokka. Ef einstaklingshyggja í kerfinu vex og flokksagi og flokksbönd veikjast og hálfgerð einstaklingsframboð stjórnmálamanna verða veruleiki, verður erfitt að mynda ríkisstjórn. Það gæti líka orðið erfitt að fella ríkisstjórn. Hópur stjórnmálamanna gæti sameinast um að verja stjórn falli og tryggt þannig aðkomu sína að stjórn landsins, enda þótt hann ætti ekki annað sameiginlegt en valdafíkn og ríkisstjórn væri í rauninni fallin í þeim skilningi að hún kæmi málum ekki fram. Pólitískt umhverfi breytingaStjórnlagaráð leggur til ýmis form beins lýðræðis í takt við kröfur á netinu. Það hefur sennilega einkum hin hefðbundnu áhrif að styrkja meirihlutavald á kostnað minnihlutahópa, sem er almennt talið afturhvarf til frumstæðs lýðræðis. Hafa skal líka í huga að í beinu lýðræði kemur hávær minni hluti oft fram í nafni meirihluta og í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Stjórnmál eru í vaxandi mæli framkvæmd á netinu og með aðferðum þess. Nýjar rannsóknir fræðimanna á áhrifum netsins á stjórnmál sýna að netið getur styrkt öfgar í samfélaginu og aukið skilningsleysi á andstæðum skoðunum, magnað upp rétttrúnað og valdið opinberum aftökum á þeim sem fara “public sideways” á netinu, eins og það er nefnt þegar gengið er í berhögg við almenningsálitið. Samanlagt mynda kosningakerfistillögur Stjórnlagaráðs,innleiðing beins lýðræðis og einkenni netsins nýtt stjórnmálaumhverfi á Íslandi. Í versta tilfelliÍ þessu nýja umhverfi gæti skapast hætta á að þingmenn skiptist í stjórn-stjórnarandstaða innan flokka og það verði breytilegt hverjir verði í þeim hópum frá einu máli til annars. Þetta hefur þær afleiðingar að mjög erfitt verður fyrir ríkisstjórn að tryggja framgang mála, hver ríkisstjórn þarf nánast að smala köttum í hverju máli. Ríkisstjórnir gætu orðið veikar, án þess að geta fallið. Niðurstaða mála færi eftir því hvernig kaupin gerðust á netinu – sem einstakir þingmenn hlypu eftir til að tryggja stöðu sína. Rétttrúnaður og popúlismi hefðu því fengið kjöraðstæður til að blómstra. Það að hver einstaklingur getur í persónukjöri kosið marga frambjóðendur á mörgum listum (jafnvel á landsvísu) þýðir að almenningur refsar ekki stjórnmálaflokkum eins og þarf til stjórnarskipta. Til þess þyrfti að minnsta kosti að refsa flokki með heilu atkvæði, hluti af atkvæði hefur lítil áhrif. Því getur ríkisstjórn setið mjög lengi. Þá gæti einhver sagt að atkvæðahlutirnir kunni að verða fleiri en ella. En það er ósennilegt, því fólk þarf ekki að refsa stjórnmálaflokkum yfirleitt í því kerfi sem hér er boðað. Stjórnarandstaða getur eins vel verið innan sama stjórnmálaflokks og á að refsa. Því má leiða líkur að því að fylgissveiflur milli flokka minnki mikið. SamantektÞað vekur undrun að Stjórnlagaráð velji þingræði sem stjórnkerfi, en kippi svo undan því fótunum með kosningakerfi sem veikir stjórnmálaflokkana enn frekar og sem brýtur í bága við alþjóðlegar reglur um gerð slíkra kerfa. Dagskrárvald og stefnumótunarvald flokkanna gæti veikst, sem gefur rétttrúnaði netsins í dægurmálum nýtt svigrúm. Sennilegt er að myndun ríkisstjórna og fall þeirra verði erfitt í framkvæmd, ríkisstjórnir verði veikar fjölflokkastjórnir með loðinn stjórnarsáttmála, skipting þingmanna í stjórn-stjórnarandstöðu færist inn í flokkana og að stjórnarskipti verði fátíð. Margir Íslendingar kunna að hafa fengið nóg af sterkum ríkisstjórnum og starfsháttum þeirra. Tillögur Stjórnlagaráðs um að veikja flokkana eru alls ekki svarið við því. Í Danmörku var hættan af einhliða ákvörðunum sterkra ríkisstjórna leyst með því að veita minnihluta þingmanna heimild til þess að skjóta máli til þjóðaratkvæðis, ef honum finnst á sig hallað. Það væri líka hæfilegt úrræði hér á landi. Í framkvæmd kallar sú regla ekki á þjóðaratkvæðagreiðslur, heldur það að samið er við minni hlutann í þinginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Staða stjórnmálaflokkanna hefur veikst mikið á umliðnum árum og mörg einkenni veiks flokkakerfis eru nú þegar staðreynd. Stjórnlagaráð, vel hvatt af almenningsálitinu og netverjum, gerir tillögur um enn frekari veikingu þeirra með nýjum tillögum sínum um kosningakerfi og val á frambjóðendum á lista, þar sem uppröðunarvald er tekið af flokkum og opnað fyrir persónukjör þar sem velja má stjórnmálamenn frá ólíkum flokksframboðum, sem gæti gert framboð flokkanna merkingarlítil. (Tillögur ráðsins um að kjósendur geti kosið frambjóðendur í öðrum kjördæmum verða varla teknar alvarlega. Kjördæmaskipting er úrræði lýðræðisins þegar fólk býr við mjög ólíkar aðstæður eftir búsetu). Ótækt kosningakerfiAf stjórnmálastofnunum móta stjórnmálaflokkarnir og kosningakerfið heildarsvip lýðræðisins meira en aðrir þættir (Dahl 1998). Hlutverk kosningakerfis er jafnan að auðvelt sé að mynda ríkisstjórn og jafnvel helst eins flokks ríkisstjórn, því þær eru skilvirkastar. Því þarf kosningakerfið að magna upp fylgisbreytingar. Tillögur Stjórnlagaráðs draga augljóslega úr fylgisbreytingum og þær styðja ekki við þessi tvö helstu markmið við gerð kosningakerfa. Þá er ekki síður alvarlegt að þær brjóta tvö af skilyrðum við mótun kosningakerfa eins og þau eru sett fram í bókinni: The International IDEA Handbook of Electoral System Design sem ritstýrt var af Reynolds og Reilly, (Sth. 1997) eða þau að kerfið sé einfalt og að það treysti samfellt starf stjórnmálaflokka. Þingræði kallar á starfhæfa flokkaStjórnlagaráð valdi þingræði sem stjórnkerfi landsins áfram. Í því kerfi er myndun starfhæfrar ríkisstjórnar meginverkefni flokka og í þingræði er ekki hægt að ganga mjög langt í þá átt að veikja stjórnmálaflokka. Ef einstaklingshyggja í kerfinu vex og flokksagi og flokksbönd veikjast og hálfgerð einstaklingsframboð stjórnmálamanna verða veruleiki, verður erfitt að mynda ríkisstjórn. Það gæti líka orðið erfitt að fella ríkisstjórn. Hópur stjórnmálamanna gæti sameinast um að verja stjórn falli og tryggt þannig aðkomu sína að stjórn landsins, enda þótt hann ætti ekki annað sameiginlegt en valdafíkn og ríkisstjórn væri í rauninni fallin í þeim skilningi að hún kæmi málum ekki fram. Pólitískt umhverfi breytingaStjórnlagaráð leggur til ýmis form beins lýðræðis í takt við kröfur á netinu. Það hefur sennilega einkum hin hefðbundnu áhrif að styrkja meirihlutavald á kostnað minnihlutahópa, sem er almennt talið afturhvarf til frumstæðs lýðræðis. Hafa skal líka í huga að í beinu lýðræði kemur hávær minni hluti oft fram í nafni meirihluta og í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Stjórnmál eru í vaxandi mæli framkvæmd á netinu og með aðferðum þess. Nýjar rannsóknir fræðimanna á áhrifum netsins á stjórnmál sýna að netið getur styrkt öfgar í samfélaginu og aukið skilningsleysi á andstæðum skoðunum, magnað upp rétttrúnað og valdið opinberum aftökum á þeim sem fara “public sideways” á netinu, eins og það er nefnt þegar gengið er í berhögg við almenningsálitið. Samanlagt mynda kosningakerfistillögur Stjórnlagaráðs,innleiðing beins lýðræðis og einkenni netsins nýtt stjórnmálaumhverfi á Íslandi. Í versta tilfelliÍ þessu nýja umhverfi gæti skapast hætta á að þingmenn skiptist í stjórn-stjórnarandstaða innan flokka og það verði breytilegt hverjir verði í þeim hópum frá einu máli til annars. Þetta hefur þær afleiðingar að mjög erfitt verður fyrir ríkisstjórn að tryggja framgang mála, hver ríkisstjórn þarf nánast að smala köttum í hverju máli. Ríkisstjórnir gætu orðið veikar, án þess að geta fallið. Niðurstaða mála færi eftir því hvernig kaupin gerðust á netinu – sem einstakir þingmenn hlypu eftir til að tryggja stöðu sína. Rétttrúnaður og popúlismi hefðu því fengið kjöraðstæður til að blómstra. Það að hver einstaklingur getur í persónukjöri kosið marga frambjóðendur á mörgum listum (jafnvel á landsvísu) þýðir að almenningur refsar ekki stjórnmálaflokkum eins og þarf til stjórnarskipta. Til þess þyrfti að minnsta kosti að refsa flokki með heilu atkvæði, hluti af atkvæði hefur lítil áhrif. Því getur ríkisstjórn setið mjög lengi. Þá gæti einhver sagt að atkvæðahlutirnir kunni að verða fleiri en ella. En það er ósennilegt, því fólk þarf ekki að refsa stjórnmálaflokkum yfirleitt í því kerfi sem hér er boðað. Stjórnarandstaða getur eins vel verið innan sama stjórnmálaflokks og á að refsa. Því má leiða líkur að því að fylgissveiflur milli flokka minnki mikið. SamantektÞað vekur undrun að Stjórnlagaráð velji þingræði sem stjórnkerfi, en kippi svo undan því fótunum með kosningakerfi sem veikir stjórnmálaflokkana enn frekar og sem brýtur í bága við alþjóðlegar reglur um gerð slíkra kerfa. Dagskrárvald og stefnumótunarvald flokkanna gæti veikst, sem gefur rétttrúnaði netsins í dægurmálum nýtt svigrúm. Sennilegt er að myndun ríkisstjórna og fall þeirra verði erfitt í framkvæmd, ríkisstjórnir verði veikar fjölflokkastjórnir með loðinn stjórnarsáttmála, skipting þingmanna í stjórn-stjórnarandstöðu færist inn í flokkana og að stjórnarskipti verði fátíð. Margir Íslendingar kunna að hafa fengið nóg af sterkum ríkisstjórnum og starfsháttum þeirra. Tillögur Stjórnlagaráðs um að veikja flokkana eru alls ekki svarið við því. Í Danmörku var hættan af einhliða ákvörðunum sterkra ríkisstjórna leyst með því að veita minnihluta þingmanna heimild til þess að skjóta máli til þjóðaratkvæðis, ef honum finnst á sig hallað. Það væri líka hæfilegt úrræði hér á landi. Í framkvæmd kallar sú regla ekki á þjóðaratkvæðagreiðslur, heldur það að samið er við minni hlutann í þinginu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun