Íslenskir hönnuðir flykkjast á tískuvikuna í Köben 4. ágúst 2011 11:00 Bergþóra og Jóel eru stödd með sumarlínu Farmers Market fyrir árið 2012 á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Fréttablaðið/GVA „Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst viðskipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkisins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fatahönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Við erum með bás á CPH Vision og ætlum að sýna sumarlínuna 2012 en það er í fyrsta sinn sem við erum með sérstaka sumarlínu,“ segir Jóel, en Farmers Market hefur hingað til verið þekkt fyrir lopapeysur og aðrar vetrarvörur. Fleiri íslenskir hönnuðir leggja leið sína til Kaupmannahafnar um helgina til að koma nafni sínu á framfæri. Íslandsstofa heldur uppteknum hætti og styrkti þrjú íslensk fatamerki til fararinnar í ár. Það eru merkin Lúka art & design, Kron by KronKron og Diza by Alprjón. Einnig er fatamerkið Andersen & Lauth í Kaupmannahöfn en þau eru með bás í Galleri-sýningarhöllinni. Þess má því vænta að íslensk tíska veki verðskuldaða athygli í Kaupmannahöfn yfir helgina. -áp Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst viðskipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkisins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fatahönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Við erum með bás á CPH Vision og ætlum að sýna sumarlínuna 2012 en það er í fyrsta sinn sem við erum með sérstaka sumarlínu,“ segir Jóel, en Farmers Market hefur hingað til verið þekkt fyrir lopapeysur og aðrar vetrarvörur. Fleiri íslenskir hönnuðir leggja leið sína til Kaupmannahafnar um helgina til að koma nafni sínu á framfæri. Íslandsstofa heldur uppteknum hætti og styrkti þrjú íslensk fatamerki til fararinnar í ár. Það eru merkin Lúka art & design, Kron by KronKron og Diza by Alprjón. Einnig er fatamerkið Andersen & Lauth í Kaupmannahöfn en þau eru með bás í Galleri-sýningarhöllinni. Þess má því vænta að íslensk tíska veki verðskuldaða athygli í Kaupmannahöfn yfir helgina. -áp
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira