Kláraðu af disknum Sara McMahon skrifar 4. ágúst 2011 07:15 Það ríkir mikil neyð í Austur-Afríku og samkvæmt starfsmönnum hjálparstofnanna er enn mikil þörf á aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðunum. Talið er að tólf milljónir manna séu í lífshættu vegna matarskorts og nú ríkir hungursneyð í tveimur héruðum í Sómalíu, sem hefur orðið hvað verst úti í þurrkunum. Verði ekki aukið við aðstoðina gæti hungursneyðin breiðst út til fleiri héraða landsins. Hjálparstofnanir reyna hvað þær geta að vekja athygli umheimsins á ástandinu, sem fer versnandi dag frá degi, en framlögin hafa hingað til dugað skammt. Enn vantar rúmlega 1.400 milljónir Bandaríkjadala, eigi að sporna við neyðinni sem fjöldi fólks stendur frammi fyrir, og talið er að um það bil sjö hundruð þúsund manns dvelji nú í flóttamannabúðum í Eþíópíu og Keníu við mjög bágar aðstæður. Sameinuðu þjóðirnar segja dánartíðnina í júnímánuði hafa verið 7,4 á hverja tíu þúsund á dag og til samanburðar má nefna að fari dánartíðnin í ríkjunum sunnan Sahara upp í 0,5 á dag er lýst yfir neyðarástandi. Myndirnar sem varpað er á sjónvarpsskjái landsmanna þessa dagana minna um margt á þær sem bárust okkur frá Eþíópíu á níunda áratugnum; grátandi, soltin börn í örmum mæðra sinna. Þá var ég of ung til að skilja það sem var á seyði, ég man bara að ég neyddist til að belgja mig út af kvöldmatnum vegna þess að í Afríku bjuggu sveltandi börn. Og ég man enn eftir litla barninu sem prýddi söfnunarbauka Hjálparstarfs kirkjunnar og hvað mér þótti það sorgmætt á svip og magurt. síðan eru liðin meira en tuttugu ár. Á þeim tíma hef ég vitanlega elst og þroskast og þó að ég geti enn ekki alltaf klárað af disknum mínum skil ég betur þá miklu neyð sem ríkir í Austur-Afríku um þessar mundir. Þess utan er ég betur meðvituð um þær leiðir sem ég get lagt þeim lið sem standa frammi fyrir matarskorti og hungursneyð. Það þarf ekki annað en að skrá sig inn á Einkabankann og millifæra svolitla upphæð á reikning hjálparstofnana því aðeins 1.500 krónur sjá einu barni fyrir vítamínbættu hnetusmjöri í allt að fjórar vikur. Það er sorglegt að heyra þær sögur sem berast frá Austur-Afríku og vita af þeim hörmungum sem fólkið þarf að glíma við daglega. Nú ríður á að veita fólkinu þá aðstoð sem það nauðsynlega þarf á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Það ríkir mikil neyð í Austur-Afríku og samkvæmt starfsmönnum hjálparstofnanna er enn mikil þörf á aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðunum. Talið er að tólf milljónir manna séu í lífshættu vegna matarskorts og nú ríkir hungursneyð í tveimur héruðum í Sómalíu, sem hefur orðið hvað verst úti í þurrkunum. Verði ekki aukið við aðstoðina gæti hungursneyðin breiðst út til fleiri héraða landsins. Hjálparstofnanir reyna hvað þær geta að vekja athygli umheimsins á ástandinu, sem fer versnandi dag frá degi, en framlögin hafa hingað til dugað skammt. Enn vantar rúmlega 1.400 milljónir Bandaríkjadala, eigi að sporna við neyðinni sem fjöldi fólks stendur frammi fyrir, og talið er að um það bil sjö hundruð þúsund manns dvelji nú í flóttamannabúðum í Eþíópíu og Keníu við mjög bágar aðstæður. Sameinuðu þjóðirnar segja dánartíðnina í júnímánuði hafa verið 7,4 á hverja tíu þúsund á dag og til samanburðar má nefna að fari dánartíðnin í ríkjunum sunnan Sahara upp í 0,5 á dag er lýst yfir neyðarástandi. Myndirnar sem varpað er á sjónvarpsskjái landsmanna þessa dagana minna um margt á þær sem bárust okkur frá Eþíópíu á níunda áratugnum; grátandi, soltin börn í örmum mæðra sinna. Þá var ég of ung til að skilja það sem var á seyði, ég man bara að ég neyddist til að belgja mig út af kvöldmatnum vegna þess að í Afríku bjuggu sveltandi börn. Og ég man enn eftir litla barninu sem prýddi söfnunarbauka Hjálparstarfs kirkjunnar og hvað mér þótti það sorgmætt á svip og magurt. síðan eru liðin meira en tuttugu ár. Á þeim tíma hef ég vitanlega elst og þroskast og þó að ég geti enn ekki alltaf klárað af disknum mínum skil ég betur þá miklu neyð sem ríkir í Austur-Afríku um þessar mundir. Þess utan er ég betur meðvituð um þær leiðir sem ég get lagt þeim lið sem standa frammi fyrir matarskorti og hungursneyð. Það þarf ekki annað en að skrá sig inn á Einkabankann og millifæra svolitla upphæð á reikning hjálparstofnana því aðeins 1.500 krónur sjá einu barni fyrir vítamínbættu hnetusmjöri í allt að fjórar vikur. Það er sorglegt að heyra þær sögur sem berast frá Austur-Afríku og vita af þeim hörmungum sem fólkið þarf að glíma við daglega. Nú ríður á að veita fólkinu þá aðstoð sem það nauðsynlega þarf á að halda.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun