Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar 21. nóvember 2025 09:31 Bið okkar Hafnfirðinga eftir raunverulegum lausnum í samgöngumálum virðist endalaus og meðan beðið er fjölgar bílum dag frá degi. Vegagerðin hefur lengi haft mögulegar lausnir á teikniborðinu og beðið er eftir þeim með vaxandi óþreyju. Úrbætur sem Vegagerðin hefur samþykktað ráðast í á Flóttamannavegi eru vissulega jákvæð skref sem mun tryggja öruggari samgöngur á þeim vegi en ljóst er að hann mun ekki leysa þann mikla umferðarhnút sem myndast á álagstímum. Í dag sitja heilu hverfin föst í gíslingu, þar á meðal Setbergshverfið, vegna umferðar sem á í mörgum tilfellum á ekkert erindi til Hafnarfjarðar sem neyðist til að aka í gegnum öll sveitarfélögin á leið sinni til Reykjavíkur. Sú umferð á að liggja á stofnvegum utan við eða í jaðri byggðar. Vegur sem nefndur er Ofanbyggðarvegur var í raun von okkar Hafnfirðinga um bættar samgöngur. Vegagerðin vann greiningu veginum árið 2019 og skýrslu sem fljótlega var sett ofan í skúffu þegar skrifað var undir Samgöngusáttmálann. Í skýrslunni segir meðal annars „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Einnig segir þar að talið væri æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur inni til framtíðar.“ Þetta var árið 2019, nú er árið 2025 og lítið hefur gerst. Fyrst nú er farið að ræða Flóttamannaveginn sem einhvers konar Ofanbyggðarveg, en sá vegur er í raun innanbæjarleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Það er ljóst að hann einn og sér er ekki sú lausn sem við Hafnfirðingar getum sætt okkur við. 60 þúsund bílar á degi hverjum Ég vil trúa því að Borgarlínan, eða betri og öflugri Strætó muni hafa jákvæð áhrif, en ég efast stórlega um að hún muni leysa þann vanda sem við í Hafnarfirði glímum við. Vanda sem heldur íbúum föstum í bílum sínum eða inn í hverfum sínum á álagstímum. Í gegnum hringtorgið við N1 fara um 60 þúsund bílar á dag og talið er að einungis um 20% þeirra eigi erindi inn í Hafnarfjörð. Aðgerðir þurfa því að taka mið af þeirri staðreynd. Ég hef lengi talað fyrir bráðabirgðalausnum við N1-hringtorgið á Reykjanesbraut með ljósastýrðu hringtorgi líkt og tíðast erlendis, stækkun þess til að hægja á hraða sem þarna er eða mislægum gatnamótum. Slíkar lausnir gætu nýst bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. þegar kemur að því að setja göng undir Setbergshamar eða vinna með aðrar framtíðarlausnir sem Vegagerðin hefur bent á. Lausnir sem hafa tekið of langan tíma að hrinda í framkvæmd. Vandinn er þó stærri en eitt hringtorg eða eitt sveitarfélag. Lausnin felst ekki í því að bíða og vona að einkabílnum verði lagt og að Borgarlínan leysi hnútinn. Í samgöngusáttmálanum var samþykkt að auka fjármagn til umferðarstýringar á stofnvegum til að bæta flæði. Þrátt fyrir greiningar, skýrslur og úttektir, sem nú spanna um sex ár, sitjum við enn föst dag eftir dag á leið til og frá vinnu. Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar, reynt að hefta ferðir einkabílsins og hafnað lausnum eins og mislægum gatnamótum, sem hefðu áhrif á allt höfuðborgarsvæðið. Við Hafnfirðingar munum halda áfram að berjast fyrir raunhæfum lausnum og því að ríkið tryggi fjármagn til framkvæmda sem skipta máli. Biðin verður að taka enda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kristín Thoroddsen Umferð Vegagerð Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Bið okkar Hafnfirðinga eftir raunverulegum lausnum í samgöngumálum virðist endalaus og meðan beðið er fjölgar bílum dag frá degi. Vegagerðin hefur lengi haft mögulegar lausnir á teikniborðinu og beðið er eftir þeim með vaxandi óþreyju. Úrbætur sem Vegagerðin hefur samþykktað ráðast í á Flóttamannavegi eru vissulega jákvæð skref sem mun tryggja öruggari samgöngur á þeim vegi en ljóst er að hann mun ekki leysa þann mikla umferðarhnút sem myndast á álagstímum. Í dag sitja heilu hverfin föst í gíslingu, þar á meðal Setbergshverfið, vegna umferðar sem á í mörgum tilfellum á ekkert erindi til Hafnarfjarðar sem neyðist til að aka í gegnum öll sveitarfélögin á leið sinni til Reykjavíkur. Sú umferð á að liggja á stofnvegum utan við eða í jaðri byggðar. Vegur sem nefndur er Ofanbyggðarvegur var í raun von okkar Hafnfirðinga um bættar samgöngur. Vegagerðin vann greiningu veginum árið 2019 og skýrslu sem fljótlega var sett ofan í skúffu þegar skrifað var undir Samgöngusáttmálann. Í skýrslunni segir meðal annars „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Einnig segir þar að talið væri æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur inni til framtíðar.“ Þetta var árið 2019, nú er árið 2025 og lítið hefur gerst. Fyrst nú er farið að ræða Flóttamannaveginn sem einhvers konar Ofanbyggðarveg, en sá vegur er í raun innanbæjarleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Það er ljóst að hann einn og sér er ekki sú lausn sem við Hafnfirðingar getum sætt okkur við. 60 þúsund bílar á degi hverjum Ég vil trúa því að Borgarlínan, eða betri og öflugri Strætó muni hafa jákvæð áhrif, en ég efast stórlega um að hún muni leysa þann vanda sem við í Hafnarfirði glímum við. Vanda sem heldur íbúum föstum í bílum sínum eða inn í hverfum sínum á álagstímum. Í gegnum hringtorgið við N1 fara um 60 þúsund bílar á dag og talið er að einungis um 20% þeirra eigi erindi inn í Hafnarfjörð. Aðgerðir þurfa því að taka mið af þeirri staðreynd. Ég hef lengi talað fyrir bráðabirgðalausnum við N1-hringtorgið á Reykjanesbraut með ljósastýrðu hringtorgi líkt og tíðast erlendis, stækkun þess til að hægja á hraða sem þarna er eða mislægum gatnamótum. Slíkar lausnir gætu nýst bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. þegar kemur að því að setja göng undir Setbergshamar eða vinna með aðrar framtíðarlausnir sem Vegagerðin hefur bent á. Lausnir sem hafa tekið of langan tíma að hrinda í framkvæmd. Vandinn er þó stærri en eitt hringtorg eða eitt sveitarfélag. Lausnin felst ekki í því að bíða og vona að einkabílnum verði lagt og að Borgarlínan leysi hnútinn. Í samgöngusáttmálanum var samþykkt að auka fjármagn til umferðarstýringar á stofnvegum til að bæta flæði. Þrátt fyrir greiningar, skýrslur og úttektir, sem nú spanna um sex ár, sitjum við enn föst dag eftir dag á leið til og frá vinnu. Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar, reynt að hefta ferðir einkabílsins og hafnað lausnum eins og mislægum gatnamótum, sem hefðu áhrif á allt höfuðborgarsvæðið. Við Hafnfirðingar munum halda áfram að berjast fyrir raunhæfum lausnum og því að ríkið tryggi fjármagn til framkvæmda sem skipta máli. Biðin verður að taka enda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar