Reynt að róa fjárfesta í Frakklandi 12. ágúst 2011 00:01 Áhyggjur Fjárfestar á evrópskum mörkuðum hafa verið á nálum út af stöðu franskra banka og hefur Société Générale til dæmis fallið skarpt í verði. Fréttablaðið/AP Frakkland, APNicolas Sarkozy hefur skipað ríkisstjórninni að skera enn frekar niður í ríkisútgjöldum til að bregðast við óvissuástandi sem ríkti á fjármálamörkuðum í gær. Franskir bankar líkt og Société Générale (SocGen) féllu verulega í verði þar sem orðrómur um bága stöðu þeirra olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í þeim. Yfirvöld, forsvarsmenn bankanna og talsmenn helstu matsfyrirtækjanna reyndu að róa markaðinn með yfirlýsingum um áreiðanleika franska bankakerfisins. Hlutabréf SocGen féllu í virði um 15% á miðvikudag og 5% í viðbót í gær. Það varð til þess að eftirlitsstofnanir í Frakklandi og Evrópusambandinu áréttuðu að hægt væri að grípa til refsinga gegn hverjum þeim sem reyndi að koma af stað fölskum orðrómi til að hagnast af því. Meðal annars þurftu matsfyrirtækin þrjú að lýsa því yfir að ekki stæði til að fella lánshæfismat Frakklands niður úr toppflokki. Viðvarandi halli hefur verið á fjárlögum ríkisins sem stóð í 7,1% í fyrra. Stefnt er að því að lækka hallann niður í 5,7% í ár og 4,6% á næsta ári og Sarkozy leggur mikla áherslu á að ná því takmarki. Víst er að grannt verður fylgst með hagtölum sem birtar verða í dag um franska efnahagslífið á öðrum ársfjórðungi. Þá er sú staðreynd að Frakkar ganga til forsetakosninga næsta vor ekki til að deyfa áhyggjurnar. Erfitt verður að grípa til frekari niðurskurðar þegar samdráttur er í efnahagslífinu. Þessi óstöðugleiki og taugaveiklun er rekinn til slæmrar skuldastöðu margra ríkja á Evrusvæðinu þar sem Ítalía er síðasta dæmið um ríki sem þarf að grípa til örþrifaráða til að ná jafnvægi í ríkisrekstrinum. Sarkozy og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda á þriðjudag þar sem þau munu ræða mögulegar lausnir á vandræðum Evrópu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Frakkland, APNicolas Sarkozy hefur skipað ríkisstjórninni að skera enn frekar niður í ríkisútgjöldum til að bregðast við óvissuástandi sem ríkti á fjármálamörkuðum í gær. Franskir bankar líkt og Société Générale (SocGen) féllu verulega í verði þar sem orðrómur um bága stöðu þeirra olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í þeim. Yfirvöld, forsvarsmenn bankanna og talsmenn helstu matsfyrirtækjanna reyndu að róa markaðinn með yfirlýsingum um áreiðanleika franska bankakerfisins. Hlutabréf SocGen féllu í virði um 15% á miðvikudag og 5% í viðbót í gær. Það varð til þess að eftirlitsstofnanir í Frakklandi og Evrópusambandinu áréttuðu að hægt væri að grípa til refsinga gegn hverjum þeim sem reyndi að koma af stað fölskum orðrómi til að hagnast af því. Meðal annars þurftu matsfyrirtækin þrjú að lýsa því yfir að ekki stæði til að fella lánshæfismat Frakklands niður úr toppflokki. Viðvarandi halli hefur verið á fjárlögum ríkisins sem stóð í 7,1% í fyrra. Stefnt er að því að lækka hallann niður í 5,7% í ár og 4,6% á næsta ári og Sarkozy leggur mikla áherslu á að ná því takmarki. Víst er að grannt verður fylgst með hagtölum sem birtar verða í dag um franska efnahagslífið á öðrum ársfjórðungi. Þá er sú staðreynd að Frakkar ganga til forsetakosninga næsta vor ekki til að deyfa áhyggjurnar. Erfitt verður að grípa til frekari niðurskurðar þegar samdráttur er í efnahagslífinu. Þessi óstöðugleiki og taugaveiklun er rekinn til slæmrar skuldastöðu margra ríkja á Evrusvæðinu þar sem Ítalía er síðasta dæmið um ríki sem þarf að grípa til örþrifaráða til að ná jafnvægi í ríkisrekstrinum. Sarkozy og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda á þriðjudag þar sem þau munu ræða mögulegar lausnir á vandræðum Evrópu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira