Reikningsskapur Líf Magneudóttir skrifar 16. ágúst 2011 07:00 Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. Það er því athyglisvert að skoða þessa þriggja ára áætlun með hliðsjón af ummælum Dags, en hún er aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar má sjá að gert er ráð fyrir nákvæmlega sömu skatttekjum öll þrjú árin sem spáin nær til. Og það er kannski ekki skrýtið því áætlun þeirra Dags og Jóns gerir ráð fyrir óbreyttum launakostnaði næstu þrjú árin (sem sagt – sama kostnaði og í ár). Það er óþarfi að rekja tölurnar í smáatriðum en sömu sögu er að segja um áætlun vegna samstæðunnar, A- og B-hluta borgarsjóðs. Þetta er auðvitað ekki hægt að kalla framreikninga, þar sem ekkert er reiknað, og getur því áætlanagerð af þessu tagi varla fengið háa einkunn. Í inngangi hennar má kannski finna skýringu á þessu en þar segir að ekki sé tekið tillit til nýgerðra kjarasamninga við starfsmenn borgarinnar; að ekki sé tekið tillit til vísbendinga um óhagstæðara verðlag gengisþróunar (en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011), að ekki sé gert ráð fyrir ábendingum fagsviða um mögulega kostnaðarauka á næstu árum og að ekki sé gert ráð fyrir aukningu útsvarstekna og fasteignagjalda umfram það sem núgildandi álagningarhlutföll og álagningarstofnar leiða af sér. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir neinu sem liggur fyrir að muni gerast á næstu þremur árum, telur Dagur Eggertsson, og væntanlega Jón Gnarr líka, að nauðsynlegt sé að bíða eftir tölum um kostnað vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríkinu. Það er mikilvægur málaflokkur og ég skil að honum vilji menn sinna vel. En er ekki frekar lélegt að nota flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélags sem afsökun fyrir því að meirihlutinn í Reykjavík geti ekki komið saman þriggja ára áætlun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. Það er því athyglisvert að skoða þessa þriggja ára áætlun með hliðsjón af ummælum Dags, en hún er aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar má sjá að gert er ráð fyrir nákvæmlega sömu skatttekjum öll þrjú árin sem spáin nær til. Og það er kannski ekki skrýtið því áætlun þeirra Dags og Jóns gerir ráð fyrir óbreyttum launakostnaði næstu þrjú árin (sem sagt – sama kostnaði og í ár). Það er óþarfi að rekja tölurnar í smáatriðum en sömu sögu er að segja um áætlun vegna samstæðunnar, A- og B-hluta borgarsjóðs. Þetta er auðvitað ekki hægt að kalla framreikninga, þar sem ekkert er reiknað, og getur því áætlanagerð af þessu tagi varla fengið háa einkunn. Í inngangi hennar má kannski finna skýringu á þessu en þar segir að ekki sé tekið tillit til nýgerðra kjarasamninga við starfsmenn borgarinnar; að ekki sé tekið tillit til vísbendinga um óhagstæðara verðlag gengisþróunar (en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011), að ekki sé gert ráð fyrir ábendingum fagsviða um mögulega kostnaðarauka á næstu árum og að ekki sé gert ráð fyrir aukningu útsvarstekna og fasteignagjalda umfram það sem núgildandi álagningarhlutföll og álagningarstofnar leiða af sér. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir neinu sem liggur fyrir að muni gerast á næstu þremur árum, telur Dagur Eggertsson, og væntanlega Jón Gnarr líka, að nauðsynlegt sé að bíða eftir tölum um kostnað vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríkinu. Það er mikilvægur málaflokkur og ég skil að honum vilji menn sinna vel. En er ekki frekar lélegt að nota flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélags sem afsökun fyrir því að meirihlutinn í Reykjavík geti ekki komið saman þriggja ára áætlun?
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar