Utan vallar: Krabbamein fótboltans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2011 11:30 Joey Barton, leikmaður Newcastle, liggur "sárþjáður” í grasinu eftir að andstæðingur kom við andlit hans. Það er algengt að sjá leikmenn gera meira úr meiðslum sínum en tilefni er til. Mynd/Nordic Photos/Getty Helsta vandamál knattspyrnunnar í dag er leikaraskapur. Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem reyna að svindla á vellinum. Vandamálið hefur vaxið mikið á síðustu árum og nú er svo komið að leikaraskapur er orðinn helsta krabbamein fótboltans. Nú síðast kom upp atvik í leik Víkings og FH þar sem framherji Víkings gerði sig sekan um fádæma leikaraskap og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á aðeins nokkrum sekúndum. Leikmaður FH gerði sig aftur á móti sekan um afar heimskulega hegðun. Um það verður ekki deilt. FH-ingurinn fór fyrir vikið í tveggja leikja bann en svindlarinn sleppur með skrekkinn. Það er eitthvað verulega rangt við þessa mynd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur upp í sumar. Meðal annars varð einn leikmaður FH uppvís að svindli í sumar, þar sem hann blekkti dómarann viljandi. Sami leikmaður hefur síðan hraunað yfir dómara í sumar fyrir að standa ekki sína plikt. Dómurum er vorkunn á meðan óheiðarlegir leikmenn reyna að villa um fyrir þeim og gera erfitt starf enn erfiðara. Engin refsing fyrir svindlaraÞó svo að ég hafi aðeins tínt til þessi atvik eru svo sannarlega fleiri leikmenn í efstu deild á Íslandi með svarta samvisku. Enginn þeirra hefur þurft að sæta refsingu fyrir svindlið. Ég er ekki einn um að vera kominn með algjörlega upp í kok af þessum óheilindum knattspyrnumanna. Ástandið er að mínu mati orðið svo slæmt að átak þarf til innan hreyfingarinnar svo hægt sé að losa þessa fallegu íþrótt við krabbameinið. Þar þurfa bæði félögin og KSÍ að koma að málum. KSÍ þarf að endurskoða regluverk sitt svo komi megi böndum yfir svindlarana. Það gengur ekki að þeir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér myndbandsupptökur og refsa svindlurunum grimmilega. Að öðrum kosti hætta menn ekki. KSÍ er í heljarinnar krossferð gegn munntóbaksnotkun með þeim formerkjum að leikmenn séu fyrirmyndir og líklegt sé að ungviðið api ósiðinn upp eftir þeim. Ekkert er nema gott og blessað um það átak að segja. Betur má ef duga skal og nú vil ég sjá alvöru átak gegn svindli. Á ekki að vera hluti af leiknumVið fjölmiðlamenn þurfum einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindlarana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar. Leikaraskapurinn er orðinn það stór hluti af leiknum að fjölmiðlamenn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að hrósa svindlurunum fyrir klókindi. Það er algjörlega ólíðandi en segir ansi margt um hversu alvarlegt vandamálið er. Menn eru farnir að viðurkenna þessa hegðun sem hluta af leiknum í stað þess að berjast gegn henni. Á meðan KSÍ tekur ekki á svindlurunum væri gaman að sjá félögin setja sér sínar eigin siðareglur og bregðast við svindli sinna leikmanna með refsingum. Leikmanna sem eru fyrirmyndir yngri leikmanna félagsins. Það er nógu slæmt að ungviðið þurfi að horfa upp á Ronaldo og félaga velta sér upp úr grasinu og skæla við minnstu snertingu eða jafnvel enga. Hinar íslensku fyrirmyndir þurfa ekki að fara sömu leið. Það sem ungur nemur…Ef leikmenn halda áfram að svindla er ansi líklegt að ungviðið api upp eftir þeim ósiðinn og þá mun svindlið verða eðlilegur hluti af leik ungra knattspyrnumanna. Þá fyrst er íslensk knattspyrna komin í stórkostleg vandræði. Átaks er þörf og einnig er þörf á hugarfarsbreytingu hjá öllum þeim sem að knattspyrnunni koma. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Helsta vandamál knattspyrnunnar í dag er leikaraskapur. Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem reyna að svindla á vellinum. Vandamálið hefur vaxið mikið á síðustu árum og nú er svo komið að leikaraskapur er orðinn helsta krabbamein fótboltans. Nú síðast kom upp atvik í leik Víkings og FH þar sem framherji Víkings gerði sig sekan um fádæma leikaraskap og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á aðeins nokkrum sekúndum. Leikmaður FH gerði sig aftur á móti sekan um afar heimskulega hegðun. Um það verður ekki deilt. FH-ingurinn fór fyrir vikið í tveggja leikja bann en svindlarinn sleppur með skrekkinn. Það er eitthvað verulega rangt við þessa mynd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur upp í sumar. Meðal annars varð einn leikmaður FH uppvís að svindli í sumar, þar sem hann blekkti dómarann viljandi. Sami leikmaður hefur síðan hraunað yfir dómara í sumar fyrir að standa ekki sína plikt. Dómurum er vorkunn á meðan óheiðarlegir leikmenn reyna að villa um fyrir þeim og gera erfitt starf enn erfiðara. Engin refsing fyrir svindlaraÞó svo að ég hafi aðeins tínt til þessi atvik eru svo sannarlega fleiri leikmenn í efstu deild á Íslandi með svarta samvisku. Enginn þeirra hefur þurft að sæta refsingu fyrir svindlið. Ég er ekki einn um að vera kominn með algjörlega upp í kok af þessum óheilindum knattspyrnumanna. Ástandið er að mínu mati orðið svo slæmt að átak þarf til innan hreyfingarinnar svo hægt sé að losa þessa fallegu íþrótt við krabbameinið. Þar þurfa bæði félögin og KSÍ að koma að málum. KSÍ þarf að endurskoða regluverk sitt svo komi megi böndum yfir svindlarana. Það gengur ekki að þeir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér myndbandsupptökur og refsa svindlurunum grimmilega. Að öðrum kosti hætta menn ekki. KSÍ er í heljarinnar krossferð gegn munntóbaksnotkun með þeim formerkjum að leikmenn séu fyrirmyndir og líklegt sé að ungviðið api ósiðinn upp eftir þeim. Ekkert er nema gott og blessað um það átak að segja. Betur má ef duga skal og nú vil ég sjá alvöru átak gegn svindli. Á ekki að vera hluti af leiknumVið fjölmiðlamenn þurfum einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindlarana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar. Leikaraskapurinn er orðinn það stór hluti af leiknum að fjölmiðlamenn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að hrósa svindlurunum fyrir klókindi. Það er algjörlega ólíðandi en segir ansi margt um hversu alvarlegt vandamálið er. Menn eru farnir að viðurkenna þessa hegðun sem hluta af leiknum í stað þess að berjast gegn henni. Á meðan KSÍ tekur ekki á svindlurunum væri gaman að sjá félögin setja sér sínar eigin siðareglur og bregðast við svindli sinna leikmanna með refsingum. Leikmanna sem eru fyrirmyndir yngri leikmanna félagsins. Það er nógu slæmt að ungviðið þurfi að horfa upp á Ronaldo og félaga velta sér upp úr grasinu og skæla við minnstu snertingu eða jafnvel enga. Hinar íslensku fyrirmyndir þurfa ekki að fara sömu leið. Það sem ungur nemur…Ef leikmenn halda áfram að svindla er ansi líklegt að ungviðið api upp eftir þeim ósiðinn og þá mun svindlið verða eðlilegur hluti af leik ungra knattspyrnumanna. Þá fyrst er íslensk knattspyrna komin í stórkostleg vandræði. Átaks er þörf og einnig er þörf á hugarfarsbreytingu hjá öllum þeim sem að knattspyrnunni koma.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira