Spá fjölda gjaldþrota vegna fiskveiðilaga 25. ágúst 2011 04:45 Fiskveiðar Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða er nú hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, en stefnt er að því að það verði að lögum á haustþingi.Fréttablaðið/GVA Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir. Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta. Sjávarútvegsfyrirtæki munu þurfa að afskrifa um 181 milljarð króna verði frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum, samkvæmt áliti Samtaka atvinnulífsins (SA) og tveggja undirsamtaka. Afleiðing þessa verður fjöldi gjaldþrota í greininni. „Markmið frumvarpsins er augljóslega að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja [og] stórauka skattheimtu á sjávarútveginn,“ segir í umsögn SA, Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Þar segir jafnframt að verði frumvarpið að lögum muni völd ráðherra aukast til muna og þar með pólitísk afskipti af rekstri sjávarútvegsins. Frumvarpið muni innleiða skammtímasjónarmið í greininni sem muni grafa undan ábyrgri nýtingu nytjastofna. Í umsögninni er vitnað í úttekt Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á áhrifum frumvarpsins, sem unnin var fyrir SA, LÍÚ og SF. Þar segir að sjávarútvegsfyrirtækin verði að gjaldfæra strax allar afskriftir vegna aflaheimilda verði frumvarpið að lögum. Í lok síðasta árs nam sú eign 181 milljarði króna. Aðrar eignir sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um 287 milljarðar. Heildarskuldir greinarinnar eru um 360 milljarðar og eigið fé um 108 milljarðar. Verði 181 milljarður gjaldfærður strax verður eigið fé greinarinnar neikvætt um 73 milljarða og þar með hætt við því að fyrirtæki í greininni fari í þrot. Í úttekt Deloitte er jafnframt bent á að verði aflaheimildir felldar niður geti sjávarútvegsfyrirtækin fært verð þeirra sem rekstrarkostnað. „Verði þetta reyndin munu tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti sjávarútvegsfyrirtækjanna verða umtalsvert lægri næstu ár en hefði verið að óbreyttu,“ segir í úttektinni. Í fréttatilkynningu frá SA segir að áætla megi að skattgreiðslur sem frestist vegna þessa geti numið um 11 milljörðum króna. Útgerðin greiðir nú 9,5 prósent af framlegð sinni í veiðigjald, en til stendur að hækka hlutfallið í 19 prósent af framlegð. Áætla má að það nemi um 36 prósentum af hagnaði greinarinnar, segir í umsögninni. Í frumvarpinu er einnig ákvæði um að kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja verði afturkölluð, og þess í stað geti þau fengið heimild til nýtingar á auðlindinni til 15 ára, með möguleika á framlengingu til átta ára. Lögmannsstofan Lex vann álit á frumvarpi sjávarútvegsráðherra fyrir SA, LÍÚ og SF. Í álitinu segir að upptaka veiðiheimilda muni baka ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart eigendum kvótans. Samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geti stjórnvöld ekki tekið eign eignarnámi án þess að greiða fullt verð fyrir.
Fréttir Tengdar fréttir Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00 Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Kostar bankann 25 milljarða Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans. 25. ágúst 2011 06:00
Ekki sammála heimsendaspám „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. 25. ágúst 2011 03:00