Aðalleikararnir Anne Hathaway og Jim Sturgess voru brosmild á frumsýningunni og skemmtu sér vel.
Tískufyrirmynd Peaches Geldof í fallegum síðum kjól.Rauða dreglinum var rennt út í London þegar nýjasta kvikmynd leikkonunnar Anne Hathaway, One Day, var frumsýnd. Myndin er byggð á skáldsögu Davids Nicholls og fjallar um tvo vini og lífshlaup þeirra á tuttugu ára tímaskeiði. Vinirnir eru leiknir af Hathaway og Jim Sturgess sem skörtuðu sínu fegursta og stilltu sér glöð upp framan við myndavélarnar í London.
Einnig var hinn hálf íslenski Fredrik Ferrier gestur á frumsýningunni en hann er þekktur í Bretlandi fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea.
reffileg Rithöfundurinn Nick Hornby og Amanda Posey voru litaglöð.Hvítur kjóll Rauður varalitur og hvítur kjóll varð fyrir valinu hjá leikkonunni Jodie Whittaker.Bláklæddur Fredrik Ferrier mætti í blárri peysu og með ónafngreinda dömu upp á arminn. nordicphotos/getty