Endurskoðandi Forlagsins allur 26. ágúst 2011 15:00 Sorg og gleði Jóhann Páll syrgir nú endurskoðandann sinn Breka sem féll frá eftir nýrnabilun. Ljósið í myrkrinu er hins vegar þessi mánaðargamli kettlingur sem Jóhann hefur tekið að sér.Fréttablaðið/GVA „Það er mikil sorg á heimilinu enda Breki einstakur köttur," segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Hann missti í vikunni góðan vin þegar kötturinn Breki andaðist á heimili Jóhanns við Bræðraborgarstíg. Breki gegndi stöðu endurskoðanda hjá Forlaginu en hann var jarðaður í Skorradal á miðvikudag. „Hann varð fyrir nýrnabilun. Við biðum eftir kraftaverki eftir að hann varð veikur og vildum ekki láta svæfa hann en svo gerðist hið óumflýjanlega og við gátum ekki látið dýrið þjást meira." Jóhann á góðar minningar um Breka, hann hafi verið ofdekraður eins og prins og hagað sér í samræmi við það. „Hann var mjög sérlundaður og var farinn að færa sig upp á skaftið gagnvart stjórnarformanninum Randver sem er líka köttur. En hann var ákaflega góður köttur og svaf allar nætur á kodda uppi í rúmi hjá okkur hjónum." Jóhann Páll hefur aldrei viljað gera upp á milli kattanna sinna en hann viðurkennir að Breki hafi átt sérstakan stað í hjarta hans, þeir hafi verið ansi nánir. En það var samt ljós í myrkrinu því á miðvikudagskvöld komu sonur hans og kærasta til hans og sögðu honum frá mánaðargömlum kettlingi sem kunningi þeirra hafði fundið á víðavangi í Hafnarfirði. Og hefur Jóhann Páll nú tekið hann að sér, fóstrar eins og móðir með sætri mjólk úr pela. „Ég vissi ekki hvort ég væri að gera rétt gagnvart Breka en þessi kettlingur er algjör himnasending frá Guði." - fgg Lífið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira
„Það er mikil sorg á heimilinu enda Breki einstakur köttur," segir Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi. Hann missti í vikunni góðan vin þegar kötturinn Breki andaðist á heimili Jóhanns við Bræðraborgarstíg. Breki gegndi stöðu endurskoðanda hjá Forlaginu en hann var jarðaður í Skorradal á miðvikudag. „Hann varð fyrir nýrnabilun. Við biðum eftir kraftaverki eftir að hann varð veikur og vildum ekki láta svæfa hann en svo gerðist hið óumflýjanlega og við gátum ekki látið dýrið þjást meira." Jóhann á góðar minningar um Breka, hann hafi verið ofdekraður eins og prins og hagað sér í samræmi við það. „Hann var mjög sérlundaður og var farinn að færa sig upp á skaftið gagnvart stjórnarformanninum Randver sem er líka köttur. En hann var ákaflega góður köttur og svaf allar nætur á kodda uppi í rúmi hjá okkur hjónum." Jóhann Páll hefur aldrei viljað gera upp á milli kattanna sinna en hann viðurkennir að Breki hafi átt sérstakan stað í hjarta hans, þeir hafi verið ansi nánir. En það var samt ljós í myrkrinu því á miðvikudagskvöld komu sonur hans og kærasta til hans og sögðu honum frá mánaðargömlum kettlingi sem kunningi þeirra hafði fundið á víðavangi í Hafnarfirði. Og hefur Jóhann Páll nú tekið hann að sér, fóstrar eins og móðir með sætri mjólk úr pela. „Ég vissi ekki hvort ég væri að gera rétt gagnvart Breka en þessi kettlingur er algjör himnasending frá Guði." - fgg
Lífið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira