Taylor Lautner hefur verið orðaður við hlutverk Davíðs Ísraelskonungs sem felldi risann Golíat. Sá verður hugsanlega leikinn af The Rock.
LONDON - MARCH 7: Dwayne "The Rock" Johnson arrives at the UK Premiere of "Be Cool" at the Empire Leicester Square on March 7, 2005 in London. The film is the follow-up to "Get Shorty" and is based on the Elmore Leonard books. (Photo by MJ Kim/Getty Images) *** Local Caption *** Dwayne "The Rock" JohnsonHollywood heldur áfram að koma á óvart ef marka má nýjustu fréttir frá kvikmyndaborginni. Til stendur að gera kvikmynd um sögufrægan bardaga Davíðs og Golíats sem getið er um í Gamla testamentinu. Og þá kynnu sumir að halda að hringt yrði í „vandaða“ leikara. Alls ekki. Því þeir sem hafa verið orðaðir við hlutverkin teljast seint til þess hóps. Orðrómur er á kreiki um að Dwayne Johnson, eða The Rock, hafi tekið að sér hlutverk Golíats en Taylor Lautner verði sjálfur Davíð Ísraelskonungur. Það er Scott Derrickson sem mun leikstýra myndinni.