Víða í Evrópulöndum hafa auðmenn tekið undir kröfur bandaríska peningamannsins Warrens Buffet um hærri skatta á hendur auðjöfrum.
Fjórir vellauðugir Þjóðverjar skoruðu í vikunni á þýsk stjórnvöld að leggja hærri skatta á ríkasta hluta samfélagsins, og segja sig ekkert muna um að taka meiri þátt í að bera skattbyrðarnar.
Í Frakklandi hafa sextán auðugir menn birt svipaða áskorun til stjórnvalda, og nokkuð langt er síðan fimmtíu forríkir Þjóðverjar höfðu frumkvæði að því að krefjast hærri skatta á auðjöfra.- gb
