Loks kominn með bílpróf eftir áratugs þrautagöngu 13. september 2011 08:00 Mynd úr safni. „Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
„Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira