Í kvöld verður flautað til leiks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Boðið er upp á sannkallaðan risaslag í fyrstu umferð þegar AC Milan sækir Evrópumeistara Barcelona heim.
Milan verður án sinnar skærustu stjörnu en Zlatan Ibrahimovic meiddist á æfingu í gær. Milan verður einnig án Robinho þannig að þeir Pato og Antonio Cassano þurfa að draga vagninn í sókninni hjá ítalska liðinu.
Aaron Ramsey verður ekki með Arsenal í kvöld þegar enska liðið sækir Dortmund heim. Ramsey er meiddur.
Þetta er vont fyrir Arsenal enda einnig án Jacks Wilshere. Mikel Arteta og Yossi Benayoun munu væntanlega báðir spila með Arsenal í kvöld. Alex Song og Emmanuel Frimpong eru einnig klárir í bátana.
Chelsea á síðan heimaleik gegn þýska liðinu Bayer Leverkusen. Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur ekki áhyggjur af því að sjálfstraust leikmanna Chelsea sé lítið í keppninni. Chelsea hefur á síðustu árum komist nálægt sigri í keppninni en aldrei náð að landa bikarnum eftirsótta.
„Ég held að það sé ekkert sálfræðilegt vandamál hjá liðinu. Það gerist margt óvænt í þessari keppni og stundum getur það skilað liðum alla leið í úrslitaleikinn. Maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði Villas-Boas. „Félagið er oftar en ekki í undanúrslitum keppninnar. Við munum reyna að fara alla leið aftur í vetur..“
Enginn Zlatan gegn Barcelona
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti





Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti

Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn
