Hinn óbreytti heimur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. september 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt og ritað um árás hryðjuverkamanna á skotmörk í Bandaríkjunum 11. september 2001. Skyldi engan undra; um hræðilega atburði var að ræða sem haft hafa mikil áhrif á heimsbyggðina. Nú, tíu árum síðar, er hins vegar grátlegast að líta yfir farinn veg og sjá þau tækifæri sem glatast hafa til að gera heiminn sem við öll búum í að betri stað. Þeim var fórnað á altari eigin hagsmuna, hefndarþorsta og gamaldags heimsmyndar. Leiðtoga heimsins skorti áræði og þor til að breyta til hins betra. Þar eru Íslendingar engin undantekning. Stjórnvöld hér á landi studdu hefndarárás Bandaríkjanna á Afganistan. Árás sem var illa skipulögð og – líkt og svo oft áður – algjörlega laus við áætlun um hvað tæki við þegar, og ef, vopnin hljóðnuðu. Samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum féllu 2.777 almennir borgarar í Afganistan árið 2010. Fyrstu sex mánuði ársins 2011 eru þeir 1.462. Óbreyttir borgarar sem féllu í árásum hryðjuverkamannanna á Bandaríkin voru 2.977. Enginn þeirra saklausu borgara sem fallið hafa í Afganistan bar ábyrgð á þeim árásum. Þeim var fórnað á altari hagsmuna Bandaríkjanna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Innrásin í Írak er síðan sérkapítuli út af fyrir sig. Þeir íslenskir ráðamenn sem hana studdu munu seint geta þvegið skammarstimpilinn af sér. Ekki þurfti nema grunnskólaþekkingu á heimsmálum til að sjá í gegnum málatilbúnað innrásaraðila. Því miður bjuggu þeir sem um véluðu ekki yfir þeirri þekkingu. Eða bjuggu yfir henni en kusu að ljúga. Innrásaraðilar hafa ekki einu sinni haft fyrir því að telja saman hve mörg saklaus mannslíf aðgerðir þeirra hafa kostað. Sömu aðilar og vita upp á hár hve margir Bandaríkjamenn féllu 11. september yppta öxlum og telja mannfall í Írak hjóm eitt. Tölurnar þar eru á bilinu 100 þúsund til rúmlega 1 milljón, allt eftir því hver telur og hvernig mannfall er skilgreint. Þetta studdu formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, innblásnir af lygum hagsmunaaðila. Og hafa ekki enn svarað fyrir. Heimurinn breyttist 11. september 2001 er viðkvæði sem heyrist oft. Því miður er það ekki rétt. Sannleikurinn er nefnilega sá að heimurinn breyttist ekkert. Gamaldags hugsunarháttur ofbeldis og skiptingar í „okkur" og „hina" festist í sessi. Það eina sem breyttist var birtingarmynd þess hugsunarháttar. Og jú, fyrir þau hundruð þúsunda sem hafa fallið fyrir vestrænum vopnum breyttist heimurinn vissulega. Þau voru myrt með blessun alþjóðasamfélagsins. Hvenær þeim verður reistur minnisvarði er hins vegar ekki vitað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Mikið hefur verið rætt og ritað um árás hryðjuverkamanna á skotmörk í Bandaríkjunum 11. september 2001. Skyldi engan undra; um hræðilega atburði var að ræða sem haft hafa mikil áhrif á heimsbyggðina. Nú, tíu árum síðar, er hins vegar grátlegast að líta yfir farinn veg og sjá þau tækifæri sem glatast hafa til að gera heiminn sem við öll búum í að betri stað. Þeim var fórnað á altari eigin hagsmuna, hefndarþorsta og gamaldags heimsmyndar. Leiðtoga heimsins skorti áræði og þor til að breyta til hins betra. Þar eru Íslendingar engin undantekning. Stjórnvöld hér á landi studdu hefndarárás Bandaríkjanna á Afganistan. Árás sem var illa skipulögð og – líkt og svo oft áður – algjörlega laus við áætlun um hvað tæki við þegar, og ef, vopnin hljóðnuðu. Samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum féllu 2.777 almennir borgarar í Afganistan árið 2010. Fyrstu sex mánuði ársins 2011 eru þeir 1.462. Óbreyttir borgarar sem féllu í árásum hryðjuverkamannanna á Bandaríkin voru 2.977. Enginn þeirra saklausu borgara sem fallið hafa í Afganistan bar ábyrgð á þeim árásum. Þeim var fórnað á altari hagsmuna Bandaríkjanna. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Innrásin í Írak er síðan sérkapítuli út af fyrir sig. Þeir íslenskir ráðamenn sem hana studdu munu seint geta þvegið skammarstimpilinn af sér. Ekki þurfti nema grunnskólaþekkingu á heimsmálum til að sjá í gegnum málatilbúnað innrásaraðila. Því miður bjuggu þeir sem um véluðu ekki yfir þeirri þekkingu. Eða bjuggu yfir henni en kusu að ljúga. Innrásaraðilar hafa ekki einu sinni haft fyrir því að telja saman hve mörg saklaus mannslíf aðgerðir þeirra hafa kostað. Sömu aðilar og vita upp á hár hve margir Bandaríkjamenn féllu 11. september yppta öxlum og telja mannfall í Írak hjóm eitt. Tölurnar þar eru á bilinu 100 þúsund til rúmlega 1 milljón, allt eftir því hver telur og hvernig mannfall er skilgreint. Þetta studdu formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, innblásnir af lygum hagsmunaaðila. Og hafa ekki enn svarað fyrir. Heimurinn breyttist 11. september 2001 er viðkvæði sem heyrist oft. Því miður er það ekki rétt. Sannleikurinn er nefnilega sá að heimurinn breyttist ekkert. Gamaldags hugsunarháttur ofbeldis og skiptingar í „okkur" og „hina" festist í sessi. Það eina sem breyttist var birtingarmynd þess hugsunarháttar. Og jú, fyrir þau hundruð þúsunda sem hafa fallið fyrir vestrænum vopnum breyttist heimurinn vissulega. Þau voru myrt með blessun alþjóðasamfélagsins. Hvenær þeim verður reistur minnisvarði er hins vegar ekki vitað.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun