Róttæki flokkurinn útilokar hægristjórn 15. september 2011 02:00 Helle Thorning Schmidt, leiðtogi Sósíalistaflokksins, er áberandi á kosningaspjöldum í Kaupmannahöfn.nordicphotos/AFP Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf. Miklar vangaveltur voru í dönskum fjölmiðlum í gær um að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem er leiðtogi hægriflokksins Venstre, vildi fá Róttæka flokkinn til liðs við stjórn Venstre og Íhaldsflokksins. Tilefni þessara vangaveltna voru ummæli Rasmussens um að hann vildi gjarnan halda áfram samstarfi stjórnarinnar við Róttæka flokkinn, sem er frjálslyndur miðjuflokkur sem stundum hefur tekið þátt í hægri stjórnum en hefur undanfarið skipað sér ákveðið í lið með stjórnarandstöðu vinstriflokkanna. Sjálfur sló Rasmussen þessar vangaveltur út af borðinu í gær og sagðist eingöngu stefna á áframhaldandi stjórnarsamstarf með Íhaldsflokknum, án þess þó að nefna hvort hann kærði sig um að styðjast áfram við stuðning Danska þjóðarflokksins, sem er flokkur þjóðernissinna. Morten Østergaard, næstráðandi í Róttæka flokknum, tók síðan af skarið og sagði alls ekki koma til greina að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Venstre og Íhaldsflokknum, enda væri ekki annað sjáanlegt en að sú stjórn yrði minnihlutastjórn sem þyrfti þá áfram að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, sagðist enga trú hafa á því að Róttæki flokkurinn gæti hugsað sér stjórnarsamstarf með Løkke. „Allir fjórir stjórnarandstöðuflokkarnir eru jú önnum kafnir við að tryggja að Danski þjóðarflokkurinn hafi ekki svona mikil áhrif,“ sagði Thorning-Schmidt, sem að öllum líkindum mun taka við forsætisráðherraembættinu af Løkke verði kosningaúrslitin í samræmi við skoðanakannanir. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hefur óspart notað áhrif sín á þingi undanfarinn áratug til þess að tryggja harða stefnu minnihlutastjórnarinnar gegn útlendingum, innflytjendum og flóttamönnum. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum síðustu vikurnar eiga vinstriflokkarnir fjórir vísan þingmeirihluta, þótt ekki verði hann mikill. Þeim er spáð að meðaltali 92 þingsætum en hægriflokkunum 83. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf. Miklar vangaveltur voru í dönskum fjölmiðlum í gær um að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem er leiðtogi hægriflokksins Venstre, vildi fá Róttæka flokkinn til liðs við stjórn Venstre og Íhaldsflokksins. Tilefni þessara vangaveltna voru ummæli Rasmussens um að hann vildi gjarnan halda áfram samstarfi stjórnarinnar við Róttæka flokkinn, sem er frjálslyndur miðjuflokkur sem stundum hefur tekið þátt í hægri stjórnum en hefur undanfarið skipað sér ákveðið í lið með stjórnarandstöðu vinstriflokkanna. Sjálfur sló Rasmussen þessar vangaveltur út af borðinu í gær og sagðist eingöngu stefna á áframhaldandi stjórnarsamstarf með Íhaldsflokknum, án þess þó að nefna hvort hann kærði sig um að styðjast áfram við stuðning Danska þjóðarflokksins, sem er flokkur þjóðernissinna. Morten Østergaard, næstráðandi í Róttæka flokknum, tók síðan af skarið og sagði alls ekki koma til greina að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Venstre og Íhaldsflokknum, enda væri ekki annað sjáanlegt en að sú stjórn yrði minnihlutastjórn sem þyrfti þá áfram að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, sagðist enga trú hafa á því að Róttæki flokkurinn gæti hugsað sér stjórnarsamstarf með Løkke. „Allir fjórir stjórnarandstöðuflokkarnir eru jú önnum kafnir við að tryggja að Danski þjóðarflokkurinn hafi ekki svona mikil áhrif,“ sagði Thorning-Schmidt, sem að öllum líkindum mun taka við forsætisráðherraembættinu af Løkke verði kosningaúrslitin í samræmi við skoðanakannanir. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hefur óspart notað áhrif sín á þingi undanfarinn áratug til þess að tryggja harða stefnu minnihlutastjórnarinnar gegn útlendingum, innflytjendum og flóttamönnum. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum síðustu vikurnar eiga vinstriflokkarnir fjórir vísan þingmeirihluta, þótt ekki verði hann mikill. Þeim er spáð að meðaltali 92 þingsætum en hægriflokkunum 83. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira