Farsæll kvikmyndaleikstjóri reynir fyrir sér í leikhúsinu 15. september 2011 14:00 Ragnar Bragason leikstýrir nýju verki eftir sjálfan sig í Borgarleikhúsinu eftir ár. Hann hefur aldrei áður leikstýrt í leikhúsi.Fréttablaðið/Valli „Við Magnús [Geir Þórðarson] höfum átt þetta samtal í nokkur ár um hvort ég hefði áhuga á að koma inn í leikhúsið og ég stóðst ekki mátið núna þegar vel var boðið,“ segir Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri. Ragnar, sem hingað til hefur aðallega gert kvikmyndir og sjónvarpsþætti, semur nýtt verk og leikstýrir því fyrir Borgarleikhúsið, en það verður sett upp á næsta ári. Leikhússtjórinn Magnús Geir er ákaflega ánægður með að hafa klófest Ragnar. „Ég hef dáðst að verkum hans á undanförnum árum. Hann er fær leikstjóri og hefur einstaka sögumannshæfileika, segir sterkar og skýrar sögur af alvöru fólki,“ segir Magnús, sem viðurkennir að hann hafi lengi átt sér þann draum að fá Ragnar til að takast á við leikhúsið. Ragnari finnst þetta mjög spennandi verkefni, hann er alltaf reiðubúinn að prófa eitthvað nýtt. „Og svo er náttúrlega spurning hvort maður þurfi ekki að víkka út starfssvið sitt þegar stuðningur við kvikmyndagerð er eins og hann er í dag.“ Ragnar er þó ekki blautur á bak við eyrun þegar kemur að leikhúsi því hann gerði heimildarmyndina Love Is in the Air sem fylgdi eftir frægðarför leikhópsins Vesturports til London með sýninguna Rómeó & Júlíu. „Leikhúsið er auðvitað annað sýningarform en grunnatriðin eru alltaf þau sömu, maður er að segja sögu og búa til persónur.“ Og Ragnar viðurkennir að vinnuaðferðir hans með leikurum eigi rætur sínar að rekja til leikhússins. „Þetta er eitthvað sem Mike Leigh byrjaði að þróa í leikhúsi og færði út í bíómyndir sínar og byggist á því að nota leikara sem höfunda.“ Leikstjórinn segir að leikhúsið hafi sína kosti, áhorfendur séu til að mynda tilbúnari að trúa í leikhúsi en gagnvart bíómynd. „Í bíómynd verður maður að hafa glugga og veggi og ákveðinn raunveruleika en í leikhúsi veit fólk að það er að horfa á eitthvað tilbúið,“ útskýrir Ragnar, sem kveðst þó ekki ætla að taka stórt stökk efnislega. „Ég ætla að halda mig við það sem ég kann; þetta verður realískt verk með blöndu af gamni og alvöru.“freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
„Við Magnús [Geir Þórðarson] höfum átt þetta samtal í nokkur ár um hvort ég hefði áhuga á að koma inn í leikhúsið og ég stóðst ekki mátið núna þegar vel var boðið,“ segir Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri. Ragnar, sem hingað til hefur aðallega gert kvikmyndir og sjónvarpsþætti, semur nýtt verk og leikstýrir því fyrir Borgarleikhúsið, en það verður sett upp á næsta ári. Leikhússtjórinn Magnús Geir er ákaflega ánægður með að hafa klófest Ragnar. „Ég hef dáðst að verkum hans á undanförnum árum. Hann er fær leikstjóri og hefur einstaka sögumannshæfileika, segir sterkar og skýrar sögur af alvöru fólki,“ segir Magnús, sem viðurkennir að hann hafi lengi átt sér þann draum að fá Ragnar til að takast á við leikhúsið. Ragnari finnst þetta mjög spennandi verkefni, hann er alltaf reiðubúinn að prófa eitthvað nýtt. „Og svo er náttúrlega spurning hvort maður þurfi ekki að víkka út starfssvið sitt þegar stuðningur við kvikmyndagerð er eins og hann er í dag.“ Ragnar er þó ekki blautur á bak við eyrun þegar kemur að leikhúsi því hann gerði heimildarmyndina Love Is in the Air sem fylgdi eftir frægðarför leikhópsins Vesturports til London með sýninguna Rómeó & Júlíu. „Leikhúsið er auðvitað annað sýningarform en grunnatriðin eru alltaf þau sömu, maður er að segja sögu og búa til persónur.“ Og Ragnar viðurkennir að vinnuaðferðir hans með leikurum eigi rætur sínar að rekja til leikhússins. „Þetta er eitthvað sem Mike Leigh byrjaði að þróa í leikhúsi og færði út í bíómyndir sínar og byggist á því að nota leikara sem höfunda.“ Leikstjórinn segir að leikhúsið hafi sína kosti, áhorfendur séu til að mynda tilbúnari að trúa í leikhúsi en gagnvart bíómynd. „Í bíómynd verður maður að hafa glugga og veggi og ákveðinn raunveruleika en í leikhúsi veit fólk að það er að horfa á eitthvað tilbúið,“ útskýrir Ragnar, sem kveðst þó ekki ætla að taka stórt stökk efnislega. „Ég ætla að halda mig við það sem ég kann; þetta verður realískt verk með blöndu af gamni og alvöru.“freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Lífið samstarf Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira