Borgríki þegar í endurgerðarferli í Hollywood 16. september 2011 11:00 Borgríki til Hollywood Byrjað er að vinna að endurgerð Borgríkis í Hollywood, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið frumsýnd. Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira