Mjólkar kýr í Katalóníu 16. september 2011 07:00 Ánægð í Katalóníu Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni í fimm ár. Hún býr í þorpinu Olot ásamt konu sinni og hundum þeirra og köttum. Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni undanfarin fimm ár og líkar vel. Hún starfar á bóndabæ í Katalóníu og segist ekki vilja flytja heim aftur í bráð. Hjördís flutti ásamt þáverandi kærustu sinni til Spánar árið 2006 og bjó fyrsta árið í Barcelona. Henni þótti þó nóg um hávaðann og lætin sem fylgdu stórborginni og flutti í fjallaþorpið Olot þar sem hún býr enn. „Ég vinn á bóndabæ hér í grenndinni. Býlið var byggt til að skapa atvinnu fyrir geðfatlaða og þroskahefta og ég sé bæði um að aðstoða þá við sína vinnu og að mjólka kýrnar,“ segir Hjördís sem býr sjálf í miðbæ Olot ásamt konu sinni, hundum og köttum. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég endaði í Olot. Mér fannst Barcelona alltof stór og hávær og henni fylgdi mikið stress. Ég er frá Ísafirði sjálf og hef alltaf verið meira fyrir þorpsstemninguna.“ Hjördís gifti sig í júní og í tilefni þess var haldin stór og fjölþjóðleg veisla. Vinir Hjördísar sáu um skemmtiatriði og buðu upp á tónlist og dansatriði. „Við gerðum þetta bara eftir okkar höfði og giftum okkur hjá dómara á föstudegi en héldum svo veisluna á laugardegi. Vinur okkar, sem er trúður að atvinnu, brá sér í hlutverk prests og eftir athöfnina afklæddist hann kuflinum og var þá í veislufötum innan undir. Nokkrir vinir mínir komu alla leið frá Íslandi til að fagna með okkur og vinir konu minnar komu frá Spáni þannig að gestalistinn var mjög blandaður og fjögur tungumál töluð í veislunni, spænska, katalónska, íslenska og enska.“ Hjördís keypti sér hús í Olot fyrir skemmstu og segist ekki ætla að flytja aftur heim á næstunni. „Ég er gott sem orðin spænsk,“ segir hún og hlær. „Ég hef það mjög fínt hérna og vil vera hér áfram.“- sm Lífið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira
Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni undanfarin fimm ár og líkar vel. Hún starfar á bóndabæ í Katalóníu og segist ekki vilja flytja heim aftur í bráð. Hjördís flutti ásamt þáverandi kærustu sinni til Spánar árið 2006 og bjó fyrsta árið í Barcelona. Henni þótti þó nóg um hávaðann og lætin sem fylgdu stórborginni og flutti í fjallaþorpið Olot þar sem hún býr enn. „Ég vinn á bóndabæ hér í grenndinni. Býlið var byggt til að skapa atvinnu fyrir geðfatlaða og þroskahefta og ég sé bæði um að aðstoða þá við sína vinnu og að mjólka kýrnar,“ segir Hjördís sem býr sjálf í miðbæ Olot ásamt konu sinni, hundum og köttum. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég endaði í Olot. Mér fannst Barcelona alltof stór og hávær og henni fylgdi mikið stress. Ég er frá Ísafirði sjálf og hef alltaf verið meira fyrir þorpsstemninguna.“ Hjördís gifti sig í júní og í tilefni þess var haldin stór og fjölþjóðleg veisla. Vinir Hjördísar sáu um skemmtiatriði og buðu upp á tónlist og dansatriði. „Við gerðum þetta bara eftir okkar höfði og giftum okkur hjá dómara á föstudegi en héldum svo veisluna á laugardegi. Vinur okkar, sem er trúður að atvinnu, brá sér í hlutverk prests og eftir athöfnina afklæddist hann kuflinum og var þá í veislufötum innan undir. Nokkrir vinir mínir komu alla leið frá Íslandi til að fagna með okkur og vinir konu minnar komu frá Spáni þannig að gestalistinn var mjög blandaður og fjögur tungumál töluð í veislunni, spænska, katalónska, íslenska og enska.“ Hjördís keypti sér hús í Olot fyrir skemmstu og segist ekki ætla að flytja aftur heim á næstunni. „Ég er gott sem orðin spænsk,“ segir hún og hlær. „Ég hef það mjög fínt hérna og vil vera hér áfram.“- sm
Lífið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira