Varnartröll úr FH í lampagerð 17. september 2011 09:00 Hannar eigin lampa Sverrir og Ingvar Björn með lampana nýstárlegu sem bjóða fólki upp á þann valkost að hanna sinn eigin með mynd. Sverrir segir þá þegar hafa selt fimmtán slíka lampa.Fréttablaðið/Pjetur Sverrir Garðarsson sleit liðþófa og hefur verið frá keppni í fótbolta í sumar. Meðan hann jafnar sig á meiðslunum framleiðir hann lampa með félaga sínum. Sverrir Garðarsson, varnartröll úr FH, hefur verið frá knattspyrnuvellinum í allt sumar vegna meiðsla og hefur fyrir vikið beint kröftum sínum í aðra átt. Hann er nú farinn að framleiða nýstárlega lampa með félaga sínum, Ingvari Birni Þorsteinssyni, nema í vöruhönnun við Listaháskólann og hönnuði lampans. Sverrir segir þetta einungis fyrstu línuna hjá þeim félögum, þeir ætli sér meira í náinni framtíð. Lampinn var til sýnis á einni stærstu hönnunarsýningu í heimi í Stokkhólmi í fyrra og fékk góðar viðtökur.Sverrir sleit liðþófa í upphafi sumarsins og í uppskurði kom í ljós að hann var með brjóskskemmdir í hnénu. Hann er nú í stífri endurhæfingu, sem hann segir að gangi mjög vel. „Ég er ekkert búinn að leggja skóna á hilluna þótt margir spyrji mig þeirrar spurningar. Ég vakna á hverjum degi og geri hnéæfingar.“ Þeir félagar eru þegar komnir með hönnunarvernd fyrir lampann í Evrópu og Ísland en ætla sér að fara hægt í sakirnar, sígandi lukka sé best. „Hins vegar hafa allir sem hafa fengið lampa verið mjög ánægðir og við höfum átt fundi með fyrirtækjum sem hefur litist mjög vel á hann,“ útskýrir Sverrir, en þeir hafa nú þegar selt fimmtán lampa. „Maður er alltaf að læra í þessum bransa og við stefnum núna á að gera góða vefsíðu og vinna með rétta fólkinu.“ Þeir sem hafa áhuga að kynna sér lampana enn frekar geta farið á vefsíðuna switchlight.is en hluti af sölu lampanna rennur til styrktar Krabbameinsfélaginu. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Sverrir Garðarsson sleit liðþófa og hefur verið frá keppni í fótbolta í sumar. Meðan hann jafnar sig á meiðslunum framleiðir hann lampa með félaga sínum. Sverrir Garðarsson, varnartröll úr FH, hefur verið frá knattspyrnuvellinum í allt sumar vegna meiðsla og hefur fyrir vikið beint kröftum sínum í aðra átt. Hann er nú farinn að framleiða nýstárlega lampa með félaga sínum, Ingvari Birni Þorsteinssyni, nema í vöruhönnun við Listaháskólann og hönnuði lampans. Sverrir segir þetta einungis fyrstu línuna hjá þeim félögum, þeir ætli sér meira í náinni framtíð. Lampinn var til sýnis á einni stærstu hönnunarsýningu í heimi í Stokkhólmi í fyrra og fékk góðar viðtökur.Sverrir sleit liðþófa í upphafi sumarsins og í uppskurði kom í ljós að hann var með brjóskskemmdir í hnénu. Hann er nú í stífri endurhæfingu, sem hann segir að gangi mjög vel. „Ég er ekkert búinn að leggja skóna á hilluna þótt margir spyrji mig þeirrar spurningar. Ég vakna á hverjum degi og geri hnéæfingar.“ Þeir félagar eru þegar komnir með hönnunarvernd fyrir lampann í Evrópu og Ísland en ætla sér að fara hægt í sakirnar, sígandi lukka sé best. „Hins vegar hafa allir sem hafa fengið lampa verið mjög ánægðir og við höfum átt fundi með fyrirtækjum sem hefur litist mjög vel á hann,“ útskýrir Sverrir, en þeir hafa nú þegar selt fimmtán lampa. „Maður er alltaf að læra í þessum bransa og við stefnum núna á að gera góða vefsíðu og vinna með rétta fólkinu.“ Þeir sem hafa áhuga að kynna sér lampana enn frekar geta farið á vefsíðuna switchlight.is en hluti af sölu lampanna rennur til styrktar Krabbameinsfélaginu. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira