George Clooney segir að þrátt fyrir að hann hafi mikla ástríðu fyrir því að leikstýra ætli hann að halda áfram að leika.
„Síðustu tíu árin hef ég beint sjónum mínum að leikstjórninni en það tekur langan tíma að leikstýra einni mynd. Þess vegna er leiklistin dagvinnan mín. Þannig á ég fyrir salti í grautinn en í raun langar mig mest að leikstýra,“ sagði Clooney sem leikur í gamanmyndinni The Descendants.
„Á milli þess sem ég leikstýri er gott að fá að leika hjá leikstjórum á borð við Alexander Payne, Steven Soderbergh, Coen-bræðurunum og fleiri góðum.“
