Hollywood-stjarna heillaði Hólmara upp úr skónum 17. september 2011 17:00 Hamingjusöm Klara Sól var ótrúlega ánægð með að hafa hitt Ben Stiller enda er leikarinn vinsæll hjá krökkunum í Stykkishólmi. Strákurinn í rauðu peysunni heitir Ólafur Þór. „Hann var ógeðslega skemmtilegur og talaði alveg heilan helling við okkur. Hann sagðist ætla að gera myndina sína í Stykkishólmi og vera hérna í viku,“ segir Klara Sól Sigurðardóttir, þrettán ára Stykkishólmsmær. Klara varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Ben Stiller í Stykkishólmi í gær. Hollywood-leikarinn er á ferð um landið til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd. Stiller hefur leikið við hvurn sinn fingur hér á landi og verið alþýðlegur í framkomu. Klara var í það minnsta í skýjunum yfir að hafa hitt Stiller enda er leikarinn í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í bænum. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller á ferð sinni um landið. Föruneytið keyrði meðal annars á Djúpavog þar sem það fór ekki fram hjá neinum að Hollywood-stjarna var í bænum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, vildi ekkert tjá sig um það hvort hann hefði átt fund með Stiller en Hrönn Ásbjörnsdóttir hjá veitingasölunni Við voginn sagði leikarann vera á vörum allra í bænum. Íbúarnir væru spenntir yfir heimsókninni og vonuðust til þess að Stiller myndi koma Djúpavogi á kortið með mynd sinni, The Secret Life of Walter Mitty. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var síðan flogið aftur til Reykjavíkur í gær eftir heimsóknina á Djúpavog og ferðinni heitið í Stykkishólm. Stiller hefur verið duglegur að uppfæra Twitter-síðu sína á netinu og hann virðist hafa hrifist af bæði land og þjóð. Í það minnsta hrósaði hann fegurð barnanna í Hólminum. Leifur B. Dagfinnsson, einn af eigendum True North, vildi lítið tjá sig um heimsókn Bens Stiller í samtali við Fréttablaðið en staðfesti að þeir væru að leita eftir heppilegum tökustöðum. Hann sagðist ekkert vita hvenær Stiller hygðist halda af landi brott, þeim möguleika væri haldið opnum. „Það er ekkert fast í hendi,“ segir Leifur sem vildi ekkert tjá sig um hvort þetta væri stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til en það hefur þjónustað kvikmyndir á borð við Prometheus og Flag of Our Fathers. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vill Stiller endurgera hina sígildu kvikmynd The Secret Life of Walter Mitty hér á landi en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er handrit myndarinnar skrifað með Ísland í huga. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Hann var ógeðslega skemmtilegur og talaði alveg heilan helling við okkur. Hann sagðist ætla að gera myndina sína í Stykkishólmi og vera hérna í viku,“ segir Klara Sól Sigurðardóttir, þrettán ára Stykkishólmsmær. Klara varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Ben Stiller í Stykkishólmi í gær. Hollywood-leikarinn er á ferð um landið til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd. Stiller hefur leikið við hvurn sinn fingur hér á landi og verið alþýðlegur í framkomu. Klara var í það minnsta í skýjunum yfir að hafa hitt Stiller enda er leikarinn í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í bænum. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller á ferð sinni um landið. Föruneytið keyrði meðal annars á Djúpavog þar sem það fór ekki fram hjá neinum að Hollywood-stjarna var í bænum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, vildi ekkert tjá sig um það hvort hann hefði átt fund með Stiller en Hrönn Ásbjörnsdóttir hjá veitingasölunni Við voginn sagði leikarann vera á vörum allra í bænum. Íbúarnir væru spenntir yfir heimsókninni og vonuðust til þess að Stiller myndi koma Djúpavogi á kortið með mynd sinni, The Secret Life of Walter Mitty. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var síðan flogið aftur til Reykjavíkur í gær eftir heimsóknina á Djúpavog og ferðinni heitið í Stykkishólm. Stiller hefur verið duglegur að uppfæra Twitter-síðu sína á netinu og hann virðist hafa hrifist af bæði land og þjóð. Í það minnsta hrósaði hann fegurð barnanna í Hólminum. Leifur B. Dagfinnsson, einn af eigendum True North, vildi lítið tjá sig um heimsókn Bens Stiller í samtali við Fréttablaðið en staðfesti að þeir væru að leita eftir heppilegum tökustöðum. Hann sagðist ekkert vita hvenær Stiller hygðist halda af landi brott, þeim möguleika væri haldið opnum. „Það er ekkert fast í hendi,“ segir Leifur sem vildi ekkert tjá sig um hvort þetta væri stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til en það hefur þjónustað kvikmyndir á borð við Prometheus og Flag of Our Fathers. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vill Stiller endurgera hina sígildu kvikmynd The Secret Life of Walter Mitty hér á landi en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er handrit myndarinnar skrifað með Ísland í huga. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira