Félagar í vélhjólaklúbbunum Vítisenglum og Bandidos, svokallaðir „rokkarar“, þáðu um 30 milljónir danskra króna, að jafngildi um 650 milljóna íslenskra, í opinbera framfærsluaðstoð á fyrri helmingi ársins.
Þetta kom fram í frétt BT í gær, en þar segir einnig að 531 af 1.170 skráðum rokkurum hafi þegið einhvers konar bætur umfram 100.000 íslenskar krónur á tímabilinu. Dönsk skattayfirvöld gerðu úttekt á þessum málum og hyggjast í framhaldinu meta möguleika sína til að bregðast við. - þj
