Svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn 28. september 2011 08:00 „Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira