Dr. Gunni vinnur að annarri barnaplötu 28. september 2011 12:00 Ný barnaplata Dr. Gunni vinnur nú að nýrri barnaplötu, en hann gaf út Abbababb! fyrir fjórtán árum. fréttablaðið/valli „Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Sjá meira
„Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Sjá meira