Stjörnustílistinn Rachel Zoe mætti með stæl á tískuvikuna í París en hún dró með sér hvorki meira né minna en ellefu stórar ferðatöskur fullar af fötum. Zoe setti mynd af öllum farangrinum á samskiptasíðuna Twitter og þar sást í sveittan eiginmann Zoe flytja herlegheitin á vagni.
Stílistinn er fastagestur á fremstu röð helstu tískuviðburða víðs vegar um heiminn og þarf því að skarta sínu fegursta fyrir ljósmyndara og önnur tískuljón. Eitt er víst og það er að hún á eftir að hafa úr nógu að velja næstu daga.
