Gott að vera á heimavelli 29. september 2011 08:30 MEð mikla reynslu Eyrún Ósk hefur ekki áður gert leikna kvikmynd en hefur unnið töluvert með áhugaleikfélögum og ungum krökkum. Hrafnar, sóleyjar og myrra er byggð á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson kvikmyndagerðarmann. Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Þrátt fyrir að aðeins sé rúm vika síðan Eyrún Ósk Jónsdóttir fagnaði þrítugsafmælinu hefur hún nú þegar öðlast mikla reynslu af leiklist og leikstjórn. Í kvöld frumsýnir hún sína fyrstu kvikmynd en hún byggir á samnefndri bók eftir Eyrúnu og Helga Sverrisson sem kom út fyrir tæpu ári. Kvikmyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra, sem frumsýnd verður í Sambíóunum um helgina, segir frá Láru Sjöfn, ungri stúlku sem þarf að takast á við ástvinamissi í byrjun sumars. Hún ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarleyfinu en fyrir tilviljun eignast hún nýja vini og við tekur æsispennandi atburðarás. Með hlutverk Láru Sjafnar fer Victoria Ferrell en meðal annarra leikara má nefna Ladda, Eddu Björgvinsdóttur, Hannes Óla Ágústsson og Sigríði Björk Baldursdóttur. Eyrún Ósk og Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður eru bæði titluð leikstjórar myndarinnar. „Sem var mjög fínt því Helgi hefur náttúrulega verið að gera bíómyndir í hundrað ár,“ segir Eyrún Ósk og glottir. Eyrún, sem varð þrítug í síðustu viku, útskrifaðist með BA-próf í leiklist og leikstjórn frá Rose Bruford-háskólanum fyrir sex árum og kláraði svo meistarapróf í fjölmiðlun og leiklist frá Winchester-háskólanum 2007. Þrátt fyrir ungan aldur á Eyrún töluvert feitan reikning í reynslubankanum því hún hefur unnið mikið með ungu fólki í framhaldsskólum og áhugaleikfélögum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og leikstjórn og tók þátt í eiginlega öllu slíku starfi í bæði grunn- og framhaldsskóla,“ segir Eyrún en hún rak meðal annars Jaðarleikhúsið á tímabili og tók svo að sér leikstjórn fyrir leikhóp í Madrid á Spáni. Þrjú ár eru síðan undirbúningur fyrir myndina hófst og leikstjórinn viðurkennir að hún sé eilítið stressuð fyrir frumsýninguna þó ekkert meira en góðu hófi gegni. Hún er búsett í Hafnarfirði og segir leikstjórinn það hafa verið mikinn kost að vera á heimavelli en myndin er öll tekin upp þar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira