Landar stóru hlutverki í sjónvarpsþætti vestanhafs 29. september 2011 15:00 Aníta Briem leikur aðalhlutverkið í pilot-þætti sem er skrifaður og leikstýrt af Cynthiu Mort en hún er ábyrg fyrir sjónvarpsþáttum á borð við Will & Grace og Roseanne. NordicPhotos/Getty Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira