Hátekjuskatturinn varla lengur í myndinni 30. september 2011 00:00 Helle Thorning-Schmidt Segir fátt við fjölmiðla um stjórnarmyndunarviðræðurnar, sem þó virðast nálgast lokastig. nordicphotos/AFP „Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunarviðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar. Leiðtogar Sósíalíska þjóðarflokksins og Róttæka flokksins, sem nú er talið að myndi stjórn með sósíaldemókrötum, vildu heldur ekkert láta eftir sér hafa um gang viðræðnanna. Samkvæmt frásögn Jótlandspóstsins virðast sósíaldemókratar og sósíalistar ætla, að kröfu Róttæka flokksins, að falla frá áformum sínum um nýjan hátekjuskatt. Í staðinn sættir Róttæki flokkurinn sig við að strangar kröfur til innflytjenda verði áfram við lýði, meðal annars 24 ára reglan umdeilda, sem kveður á um að útlendingur, sem gengur í hjónaband með Dana, þurfi að vera 24 ára hið minnsta til að fá dvalarleyfi í Danmörku á grundvelli hjónabandsins. Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri allra dönsku stjórnmálaflokkanna, er engan veginn sáttur við þessa niðurstöðu um brotthvarf hátekjuskattsins. Í gær var talað um að lendingin yrði tveggja eða þriggja flokka minnihlutastjórn, nefnilega stjórn sósíaldemókrata og sósíalista með stuðningi Einingarflokksins og annaðhvort stuðningi eða beinni aðild Róttæka flokksins. Danska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn frá kosningum, en þingfundurinn stóð aðeins í hálfa aðra mínútu. Aðeins tvö mál voru á dagskrá: Mogens Lykketoft, fyrrverandi leiðtogi danska Sósíaldemókrataflokksins, var kjörinn þingforseti og kosið var í nefnd til að fara yfir úrslit kosninganna.- gb Fréttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
„Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunarviðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar. Leiðtogar Sósíalíska þjóðarflokksins og Róttæka flokksins, sem nú er talið að myndi stjórn með sósíaldemókrötum, vildu heldur ekkert láta eftir sér hafa um gang viðræðnanna. Samkvæmt frásögn Jótlandspóstsins virðast sósíaldemókratar og sósíalistar ætla, að kröfu Róttæka flokksins, að falla frá áformum sínum um nýjan hátekjuskatt. Í staðinn sættir Róttæki flokkurinn sig við að strangar kröfur til innflytjenda verði áfram við lýði, meðal annars 24 ára reglan umdeilda, sem kveður á um að útlendingur, sem gengur í hjónaband með Dana, þurfi að vera 24 ára hið minnsta til að fá dvalarleyfi í Danmörku á grundvelli hjónabandsins. Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri allra dönsku stjórnmálaflokkanna, er engan veginn sáttur við þessa niðurstöðu um brotthvarf hátekjuskattsins. Í gær var talað um að lendingin yrði tveggja eða þriggja flokka minnihlutastjórn, nefnilega stjórn sósíaldemókrata og sósíalista með stuðningi Einingarflokksins og annaðhvort stuðningi eða beinni aðild Róttæka flokksins. Danska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn frá kosningum, en þingfundurinn stóð aðeins í hálfa aðra mínútu. Aðeins tvö mál voru á dagskrá: Mogens Lykketoft, fyrrverandi leiðtogi danska Sósíaldemókrataflokksins, var kjörinn þingforseti og kosið var í nefnd til að fara yfir úrslit kosninganna.- gb
Fréttir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira