Bandaríska söngkonan Jessica Simpson er sögð ganga með sitt fyrsta barn undir belti. Simpson hyggst giftast kærasta sínum, íþróttakappanum Eric Johnson, í nóvember.
Nýverið hélt parið upp á afmæli Johnsons ásamt vinum en athygli vakti þegar Simpson neitaði að skála fyrir unnusta sínum í kampavíni og telja nú slúðurmiðlar að söngkonan sé ólétt.
„Hún er þegar komin með skrítnar langanir í mat. Hún borðar súkkulaði, nachos, ostapopp og óáfengar margarítur. Þau líta á þetta sem frábæra brúðkaupsgjöf og eru mjög spennt,“ var haft eftir innanbúðarmanni.
