Flottir saman
Ryan Gosling og George Clooney leika aðalhlutverkin í myndinni sen fjallar um spillingu í stjórnmálum í Bandaríkjanna.
Gullkjóll Stacy Keibler, hin nýja kærasta Clooneys, lét sig ekki vanta á frumsýninguna.Það eru mörg fræg nöfn á leikaralista myndarinnar The Ides of March og því mikið um dýrðir á rauða dreglinum við frumsýningu myndarinnar í Beverly Hills á dögunum. George Clooney mætti í nýpressuðum svörtum jakkafötum og einnig nýja kærasta kappans, leikkonan Stacy Keibler, en hún brosti breitt í gulllituðum kjól. Sjarmörinn Ryan Gosling, sem er í aðalhlutverki eins og Clooney, var flottur að venju í flöskugrænum jakkafötum og lakkskóm. Leikkonan unga Evan Rachel Wood mætti töffaraleg í hvítum jakkafötum og Marisa Tomei var í vínrauðum kjól með eins konar leðursvuntu. Báðar leika þær í myndinni.
Köflótt Leikkonan Kate Mara í munstruðum kjól en hún er frægust fyrir að vera systir Rooney Mara sem leikur Lisbeth Salander í bandarískri útgáfu af Körlum sem hata konur.Jakkaföt Evan Rachel Wood ákvað að bregða sér í hvít jakkaföt í tilefni dagsins.Vínrautt Marisa Tomei var glæsileg í kjól í tískulitnum í ár, vínrauðum.