Sjálfsblekkingin um 2007 Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun