Landbúnaðarstefna ESB endurskoðuð 13. október 2011 00:00 Dacian Ciolos Landbúnaðar- og byggðaþróunarstjóri Evrópusambandsins kynnti fyrstu drögin að nýrri landbúnaðarstefnu.fréttablaðið/AP Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt. Evrópusambandið ver árlega helmingi fjárlaga sinna, eða jafnvirði nærri 8.500 milljörðum króna, í rekstur landbúnaðarkerfis sem nú á að endurskoða í heild sinni fyrir árið 2013. Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðar- og byggðaþróunarmál í framkvæmdastjórninni, sagði helstu markmið breytinganna vera þau, að landbúnaðurinn í Evrópusambandsríkjunum yrði bæði umhverfisvænni og skilvirkari auk þess sem sýna þyrfti bændum í nýju aðildarríkjunum í Austur- og Mið-Evrópu meiri sanngirni í styrkveitingum og öðrum stuðningi við þá. Meðal annars verða styrkir til bænda markvissari, tengdir skilyrðum í auknum mæli og beint frekar til bænda í ríkjum sem til þessa hafa styrkt bændur minna en önnur ríki. Meðal nýjunga í drögunum eru hugmyndir um að ungir bændur, sem eru að hefja búskap, fái sérstaka styrki fyrstu fimm búskaparárin. Einnig eru í drögunum áform um að taka betur tillit til búskapar á harðbýlum svæðum með því að veita þeim viðbótarstyrki umfram þá, sem þeim standa nú þegar til boða. Fyrstu viðbrögð evrópskra bænda voru þau að nýju tillögurnar legðu á þá meiri kvaðir um óþarfa skriffinnsku, auk þess sem þeir eru óánægðir með að draga eigi úr framleiðslu þrátt fyrir að heimseftirspurn eftir landbúnaðarvörum vaxi stöðugt. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna hins vegar drögin á þeim forsendum, að þau gangi ekki nógu langt í þá áttina að vernda náttúruna og bregðast við loftslagsbreytingum. Þá segir matvælasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum að þessi nýja landbúnaðarstefna ESB muni áfram skekkja heimsmarkaðinn vegna þess að styrkir til bænda geri þeim kleift að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði, sem bitnar á bændum í fátækari ríkjum jarðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt. Evrópusambandið ver árlega helmingi fjárlaga sinna, eða jafnvirði nærri 8.500 milljörðum króna, í rekstur landbúnaðarkerfis sem nú á að endurskoða í heild sinni fyrir árið 2013. Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðar- og byggðaþróunarmál í framkvæmdastjórninni, sagði helstu markmið breytinganna vera þau, að landbúnaðurinn í Evrópusambandsríkjunum yrði bæði umhverfisvænni og skilvirkari auk þess sem sýna þyrfti bændum í nýju aðildarríkjunum í Austur- og Mið-Evrópu meiri sanngirni í styrkveitingum og öðrum stuðningi við þá. Meðal annars verða styrkir til bænda markvissari, tengdir skilyrðum í auknum mæli og beint frekar til bænda í ríkjum sem til þessa hafa styrkt bændur minna en önnur ríki. Meðal nýjunga í drögunum eru hugmyndir um að ungir bændur, sem eru að hefja búskap, fái sérstaka styrki fyrstu fimm búskaparárin. Einnig eru í drögunum áform um að taka betur tillit til búskapar á harðbýlum svæðum með því að veita þeim viðbótarstyrki umfram þá, sem þeim standa nú þegar til boða. Fyrstu viðbrögð evrópskra bænda voru þau að nýju tillögurnar legðu á þá meiri kvaðir um óþarfa skriffinnsku, auk þess sem þeir eru óánægðir með að draga eigi úr framleiðslu þrátt fyrir að heimseftirspurn eftir landbúnaðarvörum vaxi stöðugt. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna hins vegar drögin á þeim forsendum, að þau gangi ekki nógu langt í þá áttina að vernda náttúruna og bregðast við loftslagsbreytingum. Þá segir matvælasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum að þessi nýja landbúnaðarstefna ESB muni áfram skekkja heimsmarkaðinn vegna þess að styrkir til bænda geri þeim kleift að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði, sem bitnar á bændum í fátækari ríkjum jarðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira