
Alhörðustu Bjarkaraðdáendurnir settust niður við verslunina klukkan þrjú um nóttina og biðu þolinmóðir í kraftgöllum og svefnpokum þangað til dyrnar voru opnaðar um morguninn. Tveir öryggisverðir voru á staðnum til að allt færi vel fram.
„Þetta gekk ofsalega vel fyrir sig, það voru engin vandræði,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Smekkleysu, eða Kiddi rokk, en miðarnir ruku út á fimmtán mínútum.
Svipaður háttur verður hafður á fyrir síðari tónleika Bjarkar á sunnudag og fyrir tónleika Sinéad O"Connor annað kvöld.- fb