Kort af leið ræningjanna - Þaulskipulagðir á þremur bílum 18. október 2011 11:15 Lögreglan leitar enn þriggja manna sem frömdu vopnað rán í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum í gærmorgun. Ræningjarnir ógnuðu starfsfólki í versluninni með byssum og komust undan með talsvert af dýrum armbandsúrum. Mennirnir komu inn í verslunina skömmu eftir opnun. Þeir ógnuðu starfsfólkinu með byssum og skipuðu því á ensku að leggjast á gólfið. Frank Michelsen úrsmiður var staddur í versluninni í gærmorgun ásamt syni sínum og konu sem starfar í búðinni. Hann telur víst að hleypt hafi verið af einhvers konar skoti inni í búðinni á meðan starfsfólkið lá á gólfinu. Frank telur að það hafi verið gert til að ógna þeim enn frekar. Starfsfólk í nálægum verslunum sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig hafa talið sig hafa heyrt skothvelli. Tvær byssur hafa fundist og reyndust báðar vera eftirlíkingar. Lögregla hefur hins vegar ekki viljað gefa fjölmiðlum neinar frekari upplýsingar um ránið. Mennirnir brutu upp skápa með bareflum og tóku aðeins armbandsúr frá Rolex, Tudor og Michelsen. Úrin kosta allt að eina og hálfa milljón hvert. Að sögn Franks tóku mennirnir öll þau Rolex-úr sem þeir náðu í. Tjónið er því mikið, þótt hann vilji ekki nefna neina upphæð. „Svo er tjónið sem verður þegar glerið hrynur ofan á aðrar vörur." Mennirnir huldu andlit sín að sögn Franks. Hann segir þá hafa verið með einhvers konar klúta upp að augum og með húfur og hettur til að hylja efri hluta andlitsins. Að loknu ráninu, sem tók aðeins um mínútu að mati Franks, hlupu mennirnir upp á Vegamótastíg og óku í burtu. Frank sagði ránið augljóslega hafa verið þaulskipulagt. „Það er alveg ljóst að þetta var ekki ákveðið yfir kaffibolla," segir hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ræningjarnir taldir hafa notað að minnsta kosti þrjá stolna bíla í tengslum við ránið. Að sögn Franks var Audi-bílnum lagt á Vegamótastíg, rétt hjá versluninni, á sunnudagskvöld eða -nótt. Þann bíl notuðu ræningjarnir svo til að komast burt af ránsstaðnum og að Smáragötu þar sem hann fannst skömmu síðar. Annar bíll, silfraður Volkswagen Passat, fannst í gangi á Vegamótastíg skömmu eftir ránið. Líklegt er að hann hafi verið notaður til að koma ræningjunum á staðinn í gærmorgun. Þriðji bíllinn er ófundinn eftir þeim upplýsingum sem Fréttablaðið hefur. Lögreglan fékk allar myndbandsupptökur úr versluninni í gær en ránið náðist allt á öryggismyndavélar. Frank segir mikilvægast að allir séu heilir á húfi og ekki sé endilega aðalatriði að úrin finnist, „heldur að þetta geti ekki viðgengist á Íslandi, að svona rán séu framin hér á okkar friðsæla landi – sem hefur verið". thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38 Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52 Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Lögreglan leitar enn þriggja manna sem frömdu vopnað rán í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum í gærmorgun. Ræningjarnir ógnuðu starfsfólki í versluninni með byssum og komust undan með talsvert af dýrum armbandsúrum. Mennirnir komu inn í verslunina skömmu eftir opnun. Þeir ógnuðu starfsfólkinu með byssum og skipuðu því á ensku að leggjast á gólfið. Frank Michelsen úrsmiður var staddur í versluninni í gærmorgun ásamt syni sínum og konu sem starfar í búðinni. Hann telur víst að hleypt hafi verið af einhvers konar skoti inni í búðinni á meðan starfsfólkið lá á gólfinu. Frank telur að það hafi verið gert til að ógna þeim enn frekar. Starfsfólk í nálægum verslunum sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig hafa talið sig hafa heyrt skothvelli. Tvær byssur hafa fundist og reyndust báðar vera eftirlíkingar. Lögregla hefur hins vegar ekki viljað gefa fjölmiðlum neinar frekari upplýsingar um ránið. Mennirnir brutu upp skápa með bareflum og tóku aðeins armbandsúr frá Rolex, Tudor og Michelsen. Úrin kosta allt að eina og hálfa milljón hvert. Að sögn Franks tóku mennirnir öll þau Rolex-úr sem þeir náðu í. Tjónið er því mikið, þótt hann vilji ekki nefna neina upphæð. „Svo er tjónið sem verður þegar glerið hrynur ofan á aðrar vörur." Mennirnir huldu andlit sín að sögn Franks. Hann segir þá hafa verið með einhvers konar klúta upp að augum og með húfur og hettur til að hylja efri hluta andlitsins. Að loknu ráninu, sem tók aðeins um mínútu að mati Franks, hlupu mennirnir upp á Vegamótastíg og óku í burtu. Frank sagði ránið augljóslega hafa verið þaulskipulagt. „Það er alveg ljóst að þetta var ekki ákveðið yfir kaffibolla," segir hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ræningjarnir taldir hafa notað að minnsta kosti þrjá stolna bíla í tengslum við ránið. Að sögn Franks var Audi-bílnum lagt á Vegamótastíg, rétt hjá versluninni, á sunnudagskvöld eða -nótt. Þann bíl notuðu ræningjarnir svo til að komast burt af ránsstaðnum og að Smáragötu þar sem hann fannst skömmu síðar. Annar bíll, silfraður Volkswagen Passat, fannst í gangi á Vegamótastíg skömmu eftir ránið. Líklegt er að hann hafi verið notaður til að koma ræningjunum á staðinn í gærmorgun. Þriðji bíllinn er ófundinn eftir þeim upplýsingum sem Fréttablaðið hefur. Lögreglan fékk allar myndbandsupptökur úr versluninni í gær en ránið náðist allt á öryggismyndavélar. Frank segir mikilvægast að allir séu heilir á húfi og ekki sé endilega aðalatriði að úrin finnist, „heldur að þetta geti ekki viðgengist á Íslandi, að svona rán séu framin hér á okkar friðsæla landi – sem hefur verið". thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38 Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52 Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38
Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52
Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04