Rússland og framtíðin Jón Ormur Halldórsson skrifar 20. október 2011 06:00 Þegar litið er til framtíðar er oft rætt um Rússland sem eitt hinna rísandi velda. Landið er með Kína, Indlandi og Brasilíu eitt svonefndra BRIC-ríkja sem tíska er að telja næstu efnahagsstórveldi heimsins. Ný staðfesting á stöðu Pútíns, samhliða dýpkandi forustukreppu á Vesturlöndum, hefur orðið tilefni til umræðna um stöðugleikann í Rússlandi og meintan styrk í ríkisstýrðu hagmódeli þar eystra. Rússland skiptir máli fyrir Íslendinga. Við teljum Rússa til vina og höfum lengi átt góð viðskipti og samskipti við þá. Þau gætu vaxið með breyttum aðstæðum á norðurslóðum. Enn stærra er að þróun Rússlands er lykilatriði fyrir framtíð Evrópu. Sumir óttast vaxandi styrk landsins en hér verður því haldið fram að hættur felist í veikleikum ríkisins en ekki styrk þess. MinnkandiRússland hefur lengi verið risinn í Evrópu að stærð og fjölmenni. Rússum hefur hins vegar fækkað í tuttugu ár og það um hátt í íbúatölu Svíþjóðar á röskum áratug. Færri búa nú í Rússlandi en í Bangladess að ekki sé minnst á Pakistan. Efnahagslega er Rússland orðið minna en Brasilía og mun minna en Indland. Landið framleiðir álíka og Spánn og aðeins nokkru meira en S-Kórea, sem er þó minna land en Ísland. Framleiðsla á mann í Rússlandi er svipuð og í Tyrklandi og lík því algenga í S-Ameríku. Litlar líkur eru á því að Rússland verði stærra hagkerfi en Ítalía næstu árin. Þrátt fyrir kreppu í Evrópu er ólíklegt að kaupmáttur Rússa nái kaupmætti Portúgala eða Pólverja í náinni framtíð. Þrátt fyrir afar lélegt menntakerfi í Brasilíu er atvinnulíf þar syðra að komast á hærra tæknistig en það rússneska. Venjulegur Tyrki er að verða ríkari en venjulegur Rússi. Rússland er hvorki uppspretta efnahagslegra yfirburða né fyrirmynda. VeiktRússneska hagkerfið einkennist af einföldum hráefnabúskap, ójafnvægi, ósveigjanleika, spillingu og lítilli nýsköpun. Undantekningar eru til, vaxandi hugbúnaðargeiri þar á meðal. En það er verðhækkun á hráefnum sem hefur knúið hagvöxt landsins síðari ár. Nú sér fyrir endann á því. Innflutningur hefur mætt aukinni eftirspurn vegna hráefnagróða en iðnaður hefur dregist aftur úr og er lítið samkeppnisfær við umheiminn. Stoðkerfi atvinnulífsins eru í molum og lítil þróun er í tækni og vísindum. Rússar geta enn búið til flókin vopn en Brasilía smíðar nú fleiri farþegaflugvélar. Lélegir innviðir í menntun, heilbrigðiskerfi og samgöngum hamla mjög þróun atvinnulífs og samfélags. Rússland er líka veikt á pólitíska sviðinu. Pólitíkin einkennist síst af gagnsæi, sjálfbærni, ábyrgð og lýðræði sem eru undirstöður heilbrigðs samfélags og sjálfbærs efnahags. Landið er varla réttarríki, spilling og ofríki ræður en réttur víkur. Draumar valdamanna í utanríkispólitík eru líka oft martraðir fyrir nágranna landsins. Völd Rússa í heimsmálum byggjast mest á afli þeirra til að hræða nágranna sína. Greipar fortíðarLeiðtogar Rússa eru sem fangar fortíðar. Hrun Sovétríkjanna var þeim hvorki fagnaðarefni né lexía um gildi lýðræðis og opins samfélags heldur stórkostlegt áfall sem þeir vilja helst bæta úr með því að gera Rússland að heimsveldi. Þeir vilja að Rússland sé mótvægi við Vesturlönd og að Rússar ráði sem mestu í löndum hinna föllnu Sovétríkja. Slík endurreisn byggir ekki á annarri sýn á mannfélagið en pólitískri valdahyggju og þjóðrembu. Hún er því dæmd til að valda engu öðru en vandræðum og mest fyrir Rússa sjálfa. Stjórn Pútíns hefur ekki efnahagslegar eða pólitískar fyrirmyndir að bjóða. Heimsveldi eru líka dýr og verða ekki rekin á grunni hagkerfis sem snýst um að koma gróða af hráefnum í vasa pólitískrar yfirstéttar. Þessi staða er ekki aðeins sorgleg fyrir Rússa heldur einnig fyrir Evrópu sem yrði stórum ríkari á öllum sviðum ef Rússar vildu vera með í opnu samfélagi álfunnar. Vestrið er ekki vandinnSumir í kringum Pútín vita vel að Vestrið er ekki vandi Rússa og að þjóðremba er heimskulegt svar við öllum spurningum. Fátt bendir þó til nýrrar stefnu innanlands eða gagnvart jöðrum Rússlands og nágrönnum. Margir ráðamenn vita að bæði efnahagslegum og pólitískum vanda landsins má í mikilvægum greinum lýsa sem skorti á þróun til evrópskra siða í efnahagslífi og pólitík. Þeir vita að Evrópa þarfnast Rússlands en líka að Rússland þarfnast Evrópu þó enn meira. Vonir um breytingar hafa hins vegar brugðist að undanförnu. Hættan er sú að því lengur sem dregst að opna stjórnmál, hagkerfi og hugarheim Rússlands því sterkari verði þeir og fleiri sem eiga sín forréttindi undir áframhaldandi lokun lands, hugarheims og stjórnmála. Staðreyndin er hins vegar sú að Pútín nýtur raunverulegra vinsælda í Rússlandi og næði líklega kjöri hvernig sem kosið væri. Það segir sína sögu um vanda þessarar miklu menningarþjóðar. Reynsla heimsins sýnir hins vegar líka að vinsældir spilltra valdstjórna geta horfið býsna hratt. Líklega jafnsnemma þar eystra og Rússar fá loksins trú á pólitík. Og vaxa upp úr því að láta hræða sig með því útlenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þegar litið er til framtíðar er oft rætt um Rússland sem eitt hinna rísandi velda. Landið er með Kína, Indlandi og Brasilíu eitt svonefndra BRIC-ríkja sem tíska er að telja næstu efnahagsstórveldi heimsins. Ný staðfesting á stöðu Pútíns, samhliða dýpkandi forustukreppu á Vesturlöndum, hefur orðið tilefni til umræðna um stöðugleikann í Rússlandi og meintan styrk í ríkisstýrðu hagmódeli þar eystra. Rússland skiptir máli fyrir Íslendinga. Við teljum Rússa til vina og höfum lengi átt góð viðskipti og samskipti við þá. Þau gætu vaxið með breyttum aðstæðum á norðurslóðum. Enn stærra er að þróun Rússlands er lykilatriði fyrir framtíð Evrópu. Sumir óttast vaxandi styrk landsins en hér verður því haldið fram að hættur felist í veikleikum ríkisins en ekki styrk þess. MinnkandiRússland hefur lengi verið risinn í Evrópu að stærð og fjölmenni. Rússum hefur hins vegar fækkað í tuttugu ár og það um hátt í íbúatölu Svíþjóðar á röskum áratug. Færri búa nú í Rússlandi en í Bangladess að ekki sé minnst á Pakistan. Efnahagslega er Rússland orðið minna en Brasilía og mun minna en Indland. Landið framleiðir álíka og Spánn og aðeins nokkru meira en S-Kórea, sem er þó minna land en Ísland. Framleiðsla á mann í Rússlandi er svipuð og í Tyrklandi og lík því algenga í S-Ameríku. Litlar líkur eru á því að Rússland verði stærra hagkerfi en Ítalía næstu árin. Þrátt fyrir kreppu í Evrópu er ólíklegt að kaupmáttur Rússa nái kaupmætti Portúgala eða Pólverja í náinni framtíð. Þrátt fyrir afar lélegt menntakerfi í Brasilíu er atvinnulíf þar syðra að komast á hærra tæknistig en það rússneska. Venjulegur Tyrki er að verða ríkari en venjulegur Rússi. Rússland er hvorki uppspretta efnahagslegra yfirburða né fyrirmynda. VeiktRússneska hagkerfið einkennist af einföldum hráefnabúskap, ójafnvægi, ósveigjanleika, spillingu og lítilli nýsköpun. Undantekningar eru til, vaxandi hugbúnaðargeiri þar á meðal. En það er verðhækkun á hráefnum sem hefur knúið hagvöxt landsins síðari ár. Nú sér fyrir endann á því. Innflutningur hefur mætt aukinni eftirspurn vegna hráefnagróða en iðnaður hefur dregist aftur úr og er lítið samkeppnisfær við umheiminn. Stoðkerfi atvinnulífsins eru í molum og lítil þróun er í tækni og vísindum. Rússar geta enn búið til flókin vopn en Brasilía smíðar nú fleiri farþegaflugvélar. Lélegir innviðir í menntun, heilbrigðiskerfi og samgöngum hamla mjög þróun atvinnulífs og samfélags. Rússland er líka veikt á pólitíska sviðinu. Pólitíkin einkennist síst af gagnsæi, sjálfbærni, ábyrgð og lýðræði sem eru undirstöður heilbrigðs samfélags og sjálfbærs efnahags. Landið er varla réttarríki, spilling og ofríki ræður en réttur víkur. Draumar valdamanna í utanríkispólitík eru líka oft martraðir fyrir nágranna landsins. Völd Rússa í heimsmálum byggjast mest á afli þeirra til að hræða nágranna sína. Greipar fortíðarLeiðtogar Rússa eru sem fangar fortíðar. Hrun Sovétríkjanna var þeim hvorki fagnaðarefni né lexía um gildi lýðræðis og opins samfélags heldur stórkostlegt áfall sem þeir vilja helst bæta úr með því að gera Rússland að heimsveldi. Þeir vilja að Rússland sé mótvægi við Vesturlönd og að Rússar ráði sem mestu í löndum hinna föllnu Sovétríkja. Slík endurreisn byggir ekki á annarri sýn á mannfélagið en pólitískri valdahyggju og þjóðrembu. Hún er því dæmd til að valda engu öðru en vandræðum og mest fyrir Rússa sjálfa. Stjórn Pútíns hefur ekki efnahagslegar eða pólitískar fyrirmyndir að bjóða. Heimsveldi eru líka dýr og verða ekki rekin á grunni hagkerfis sem snýst um að koma gróða af hráefnum í vasa pólitískrar yfirstéttar. Þessi staða er ekki aðeins sorgleg fyrir Rússa heldur einnig fyrir Evrópu sem yrði stórum ríkari á öllum sviðum ef Rússar vildu vera með í opnu samfélagi álfunnar. Vestrið er ekki vandinnSumir í kringum Pútín vita vel að Vestrið er ekki vandi Rússa og að þjóðremba er heimskulegt svar við öllum spurningum. Fátt bendir þó til nýrrar stefnu innanlands eða gagnvart jöðrum Rússlands og nágrönnum. Margir ráðamenn vita að bæði efnahagslegum og pólitískum vanda landsins má í mikilvægum greinum lýsa sem skorti á þróun til evrópskra siða í efnahagslífi og pólitík. Þeir vita að Evrópa þarfnast Rússlands en líka að Rússland þarfnast Evrópu þó enn meira. Vonir um breytingar hafa hins vegar brugðist að undanförnu. Hættan er sú að því lengur sem dregst að opna stjórnmál, hagkerfi og hugarheim Rússlands því sterkari verði þeir og fleiri sem eiga sín forréttindi undir áframhaldandi lokun lands, hugarheims og stjórnmála. Staðreyndin er hins vegar sú að Pútín nýtur raunverulegra vinsælda í Rússlandi og næði líklega kjöri hvernig sem kosið væri. Það segir sína sögu um vanda þessarar miklu menningarþjóðar. Reynsla heimsins sýnir hins vegar líka að vinsældir spilltra valdstjórna geta horfið býsna hratt. Líklega jafnsnemma þar eystra og Rússar fá loksins trú á pólitík. Og vaxa upp úr því að láta hræða sig með því útlenda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun