Pítsurisi í megaslag við lítinn Fiskikóng 25. október 2011 06:00 Brattur Kristján er forviða á tölvupóstinum úr herbúðum Domino‘s. Hann er samt ekki af baki dottinn – að minnsta kosti ekki enn.Fréttablaðið/stefán „Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
„Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála. Í tölvupóstinum segir að rekstraraðili Domino‘s á Íslandi, Pizza Pizza ehf., hafi verið með vörumerkið Megaviku skráð síðan 2003 „og notað mikið eins og þú væntanlega veist“. Haft hafi verið samband við Einkaleyfastofu og þar hafi þau svör fengist að notkun Kristjáns á orðinu bryti líklega gegn einkaleyfinu. „Það að bæta við almennu orði líkt og „fiski“ hefur ekki áhrif þar sem um er að ræða almennt orð sem ekki er mögulegt að skrá sem vörumerki,“ segir enn fremur. Þetta getur Kristján illa fellt sig við. „Hvernig getur þeim dottið í hug að Fiskikóngurinn sé að eyðileggja eitthvað „brand“ sem heitir Mega? Má þá ekki skíra vörur Megakjöt eða Megafisk eða Meganeitt? Á ég að fá mér einkaleyfi á orðinu Kóngurinn og ef einhver kallar sig til dæmis Fasteignakónginn þá fer ég í mál við hann?“ spyr Kristján. Auglýsingarnir birtust fyrst í Fréttablaðinu og heyrðust í útvarpi í gær og áttu að gera svo áfram alla vikuna. Kristján segist ætla að halda áfram að auglýsa í dag hið minnsta, enda hafi hann þegar verið búinn að panta auglýsingaplássið. „Ég ætla bara að halda þessu áfram – hvað annað á ég að gera? Ég er bara búinn að vera að hugsa um hvað þetta er fáránlegt meil. Ég hef ekki komist lengra.“ Í tölvupósti Domino‘s-starfsmannsins er einnig gerð athugasemd við verðið sem Kristján auglýsir, sem er hið sama og pítsurnar kosta í Megaviku Domino‘s, eða 1.390 krónur. „Þeir eru með 1.390 – má þá ekkert kosta 1.390? Eru þeir kannski með einkaleyfi á því líka?“ spyr Kristján og þvertekur fyrir að hann hafi hermt eftir verði Domino‘s. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að selja á 1.390 fyrr en ég sá þennan póst.“ Kristján segir þó við ofurefli að etja og því sé óljóst hvernig málið endi. „Ég er náttúrulega bara lítill fisksali. Það er kannski best að halda bara kjafti og fjarlægja þetta áður en tröllið kemur og stígur ofan á kónginn.“ stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira