Gibb skilaði inn vottorði 26. október 2011 08:00 Veikindi hamla íslandsför Robin Gibb er of veikur til að koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. Umboðsmaður söngvarans segir veikindin af sama meiði og drógu tvíburabróður hans til dauða. Björgvin segir að þeir haldi engu að síðu ótrauðir áfram þrátt fyrir brotthvarfið. Robin Gibb hefur aflýst öllum tónleikum sínum á næstunni samkvæmt læknisráði. Hann verður því ekki meðal gesta hjá Björgvini Halldórssyni í byrjun desember. Við höldum bara ótrauðir áfram, segir Bó en hætt hefur verið þriðju tónleikana. Tilkynningin um forföll Robins Gibb barst tónleikahaldaranum Ísleifi B. Þórhallssyni í gærdag, ásamt læknisvottorði þar sem komu fram skýr fyrirmæli frá lækni bresku poppstjörnunnar um að hann ætti að taka því rólega á næstunni. Heilsufar Gibbs hefur verið mikið í umræðunni í Bretlandi að undanförnu eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ristilbólgu 13. október. Gibb útskrifaðist síðan af sjúkrahúsi fyrir viku og sagðist ætla að ná fyrri kröftum og starfsmenn popparans sendu Ísleifi bréf, eins og Fréttablaðið greindi frá, þar sem kom fram að allt yrði í lagi, Gibb myndi mæta eins og lög gerðu ráð fyrir. „Þeir hafa verið mjög fagmannlegir í öllum sínum samskiptum og létu okkur strax vita þegar þetta breyttist,“ segir Ísleifur. Á mánudaginn birti vefsíða Daily Mail síðan myndir af Gibb þar sem söngvarinn virtist ákaflega veiklulegur, hann neyddist til hætta við heimsókn í Downingstræti 10 þar sem hann ætlaði að afhenda forsætisráðherranum smáskífu til stuðnings breskum hermönnum og loks varð hann að játa sig sigraðan og sendi tónleikahöldurum úti um alla heim tilkynningu þess efnis að hann gæti ekki troðið upp af heilsufarsástæðum. Ísleifur segir þetta vissulega vonbrigði og þeir sem hafi keypt sér miða á jólatónleika Björgvins geti fengið endurgreitt, ef þeir vilja. Hann hefur hins vegar ekki miklar áhyggjur af því að slíkt muni gerast í stórum stíl. „Við erum hins vegar hættir við þriðju tónleikana, það verða því bara þessir tveir á laugardeginum og við erum langt komnir með að fylla þá. Nú ætlum við bara að tala við okkar viðskiptavini og sjá hvað þeir vilja gera.“ Björgvin Halldórsson sagði í samtali við Fréttablaðið að þetta væru fyrst og fremst slæmar fréttir fyrir Gibb sjálfan. „Ég vona svo sannarlega að hann nái bata og að þetta sé ekki mjög alvarlegt.“ Margir Bee Gees-aðdáendur muna eflaust eftir örlögum Maurice Gibb sem var einmitt einnig lagður inn á sjúkrahús með innvortis verki og lést skömmu seinna, langt fyrir aldur fram. Umboðsmaður Gibbs staðfesti í samtali við Daily Mail að veikindi Robins væru af sama meiði. Það er því ekki skrítið að farið skuli varlega með söngvarann. „Við höldum hins vegar áfram og dagskráin verður æðisleg,“ segir Björgvin. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Robin Gibb hefur aflýst öllum tónleikum sínum á næstunni samkvæmt læknisráði. Hann verður því ekki meðal gesta hjá Björgvini Halldórssyni í byrjun desember. Við höldum bara ótrauðir áfram, segir Bó en hætt hefur verið þriðju tónleikana. Tilkynningin um forföll Robins Gibb barst tónleikahaldaranum Ísleifi B. Þórhallssyni í gærdag, ásamt læknisvottorði þar sem komu fram skýr fyrirmæli frá lækni bresku poppstjörnunnar um að hann ætti að taka því rólega á næstunni. Heilsufar Gibbs hefur verið mikið í umræðunni í Bretlandi að undanförnu eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ristilbólgu 13. október. Gibb útskrifaðist síðan af sjúkrahúsi fyrir viku og sagðist ætla að ná fyrri kröftum og starfsmenn popparans sendu Ísleifi bréf, eins og Fréttablaðið greindi frá, þar sem kom fram að allt yrði í lagi, Gibb myndi mæta eins og lög gerðu ráð fyrir. „Þeir hafa verið mjög fagmannlegir í öllum sínum samskiptum og létu okkur strax vita þegar þetta breyttist,“ segir Ísleifur. Á mánudaginn birti vefsíða Daily Mail síðan myndir af Gibb þar sem söngvarinn virtist ákaflega veiklulegur, hann neyddist til hætta við heimsókn í Downingstræti 10 þar sem hann ætlaði að afhenda forsætisráðherranum smáskífu til stuðnings breskum hermönnum og loks varð hann að játa sig sigraðan og sendi tónleikahöldurum úti um alla heim tilkynningu þess efnis að hann gæti ekki troðið upp af heilsufarsástæðum. Ísleifur segir þetta vissulega vonbrigði og þeir sem hafi keypt sér miða á jólatónleika Björgvins geti fengið endurgreitt, ef þeir vilja. Hann hefur hins vegar ekki miklar áhyggjur af því að slíkt muni gerast í stórum stíl. „Við erum hins vegar hættir við þriðju tónleikana, það verða því bara þessir tveir á laugardeginum og við erum langt komnir með að fylla þá. Nú ætlum við bara að tala við okkar viðskiptavini og sjá hvað þeir vilja gera.“ Björgvin Halldórsson sagði í samtali við Fréttablaðið að þetta væru fyrst og fremst slæmar fréttir fyrir Gibb sjálfan. „Ég vona svo sannarlega að hann nái bata og að þetta sé ekki mjög alvarlegt.“ Margir Bee Gees-aðdáendur muna eflaust eftir örlögum Maurice Gibb sem var einmitt einnig lagður inn á sjúkrahús með innvortis verki og lést skömmu seinna, langt fyrir aldur fram. Umboðsmaður Gibbs staðfesti í samtali við Daily Mail að veikindi Robins væru af sama meiði. Það er því ekki skrítið að farið skuli varlega með söngvarann. „Við höldum hins vegar áfram og dagskráin verður æðisleg,“ segir Björgvin. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp