Amy Winehouse lést eftir óhóflega áfengisneyslu, en ekki eftir áfengisfráhvörf eins og var haldið fram í fyrstu.
Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá þessu í gær. Þrjár tómar vodkaflöskur fundust í íbúð Winehouse eftir að hún lést, 27 ára gömul. Samkvæmt krufningu fundust um 416 mg af áfengi í hverjum desilítra af blóði hennar.
Ekki er talið að um sjálfsvíg hafi verið að ræða.
