„Já, ég er ólétt“ er fyrirsögnin á forsíðuviðtali nýjasta tölublaðs OK Magazine, en þar staðfestir söngkonan Jessica Simpson að hún beri barn undir belti. Kjaftasögur þess efnis hafa verið ansi háværar undanfarið og er talið að OK Magazine hafi borgað rúmar 57 milljónir íslenskra króna fyrir að fá að segja fréttirnar.
Simpson er hæstánægð með óléttuna og kveðst glöð að geta loksins borðað allt sem hún vill. Barnsfaðir hennar er NFL-leikmaðurinn Eric Johnson, en þau trúlofuðu sig fyrir ári.
