Meðfylgjandi má sjá myndir af söngkonunni Jennifer Lopez sem brotnaði saman á tónleikum í Connecticut á laugardaginn er hún söng lög sem hún hefur samið um fyrrverandi elskhuga sína.
Dansararnir á sviðinu líktust þeim P Diddy, Chris Judd og Marc Anthony, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið í sambandi með Lopez.
Söngkonan þerraði tárin að loknum flutningi á lögunum „If You Had My Love" og „Until It Beats No More" og sagði við áhorfendur að hún hefði verið að rifja upp sárar minningar.
