Man lítið sem ekkert eftir síðustu heimsókn til Íslands 28. október 2011 10:00 Leitaði að eiturlyfjum Steve-O man lítið eftir síðustu heimsókn sinni til Íslands, annað en að hann kom fram í sjónvarpsþætti og leitaði mikið að eiturlyfjum. Sem hann fann fyrir rest. Hann hætti hins vegar öllu slíku fyrir þremur árum og er nú orðinn grænmetisæta. NordicPhotos/getty „Þetta var eiginlega aldrei spurning um hvað ég vildi, þetta var bara spurning upp á líf eða dauða,“ segir áhættuleikarinn og sprelligosinn Steve-O í samtali við Fréttablaðið. Hann verður með sýningu í Háskólabíói hinn 9. nóvember næstkomandi en þessi furðulega samblanda af trúði og rokkstjörnu er hætt öllu óhollu líferni, svo sem áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Hann er meira að segja orðinn grænmetisæta. Steve-O lofar engu að síður góðri sýningu sem sé þó meira í ætt við uppistand. Steve-O hefur áður heimsótt Ísland, hann kom hingað fyrir tíu árum ásamt öðrum góðum félögum úr Jackass-liðinu og troðfyllti Háskólabíó nokkrum sinnum. Margir Íslendingar muna eftir þeirri heimsókn en hið sama verður ekki sagt um Steve-O. „Ég man mjög lítið eftir þessu, nánast ekki neitt fyrir utan að ég leitaði mjög lengi að eiturlyfjum og fann þau fyrir rest,“ segir Steve-O, sem var staddur í borginni Stoke-on-Trent í Englandi og var að reyna að bóka sig inn á hótel. „Það gengur eitthvað erfiðlega, þau segjast ekki vera með pöntunina mína. Ég er að reyna að ferðast einn en það gengur illa, ég held að ég þurfi alltaf að vera með barnapíu á ferðalögunum mínum,“ segir Steve-O um leið og talið berst aftur að fyrri Íslandsheimsókninni, sem virðist vera í töluverðri móðu. Hann rámar þó örlítið í þátttöku sína í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Steve-O viðurkennir að sú frammistaða hafi ekki skilað honum neinum árangri með hinu kyninu. Steve-O segir að hlutverk sitt sem skemmtikraftur hafi ekkert breyst þótt hann hafi hætt að drekka og dópa. „En að gera heimskulega hluti þegar maður var fullur eða uppdópaður var ekkert mál og það er því mikil áskorun fyrir mig að sýna að það var aldrei áfengið eða eiturlyfin sem keyrði mig áfram,“ segir Steve-O. Áhættuleikarinn varð fyrir miklu áfalli á þessu ári þegar besti vinur hans, Ryan Dunn, lést í bílslysi. Hann tók það mjög nærri sér og segist enn þann dag í dag eiga erfitt með að meðtaka þá staðreynd að Dunn sé ekki lengur á meðal þeirra. „Ég trúi því varla ennþá að hann sé farinn. En ég veit að hann hefði viljað að við héldum áfram að gera það sem við gerum í dag, þannig höldum við minningu hans á lofti,“ segir Steve-O og kveður, væntanlega til að reyna koma sér inn á hótelið í Stoke sem fyrst. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Þetta var eiginlega aldrei spurning um hvað ég vildi, þetta var bara spurning upp á líf eða dauða,“ segir áhættuleikarinn og sprelligosinn Steve-O í samtali við Fréttablaðið. Hann verður með sýningu í Háskólabíói hinn 9. nóvember næstkomandi en þessi furðulega samblanda af trúði og rokkstjörnu er hætt öllu óhollu líferni, svo sem áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Hann er meira að segja orðinn grænmetisæta. Steve-O lofar engu að síður góðri sýningu sem sé þó meira í ætt við uppistand. Steve-O hefur áður heimsótt Ísland, hann kom hingað fyrir tíu árum ásamt öðrum góðum félögum úr Jackass-liðinu og troðfyllti Háskólabíó nokkrum sinnum. Margir Íslendingar muna eftir þeirri heimsókn en hið sama verður ekki sagt um Steve-O. „Ég man mjög lítið eftir þessu, nánast ekki neitt fyrir utan að ég leitaði mjög lengi að eiturlyfjum og fann þau fyrir rest,“ segir Steve-O, sem var staddur í borginni Stoke-on-Trent í Englandi og var að reyna að bóka sig inn á hótel. „Það gengur eitthvað erfiðlega, þau segjast ekki vera með pöntunina mína. Ég er að reyna að ferðast einn en það gengur illa, ég held að ég þurfi alltaf að vera með barnapíu á ferðalögunum mínum,“ segir Steve-O um leið og talið berst aftur að fyrri Íslandsheimsókninni, sem virðist vera í töluverðri móðu. Hann rámar þó örlítið í þátttöku sína í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Steve-O viðurkennir að sú frammistaða hafi ekki skilað honum neinum árangri með hinu kyninu. Steve-O segir að hlutverk sitt sem skemmtikraftur hafi ekkert breyst þótt hann hafi hætt að drekka og dópa. „En að gera heimskulega hluti þegar maður var fullur eða uppdópaður var ekkert mál og það er því mikil áskorun fyrir mig að sýna að það var aldrei áfengið eða eiturlyfin sem keyrði mig áfram,“ segir Steve-O. Áhættuleikarinn varð fyrir miklu áfalli á þessu ári þegar besti vinur hans, Ryan Dunn, lést í bílslysi. Hann tók það mjög nærri sér og segist enn þann dag í dag eiga erfitt með að meðtaka þá staðreynd að Dunn sé ekki lengur á meðal þeirra. „Ég trúi því varla ennþá að hann sé farinn. En ég veit að hann hefði viljað að við héldum áfram að gera það sem við gerum í dag, þannig höldum við minningu hans á lofti,“ segir Steve-O og kveður, væntanlega til að reyna koma sér inn á hótelið í Stoke sem fyrst. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira