Leikkonan Carey Mulligan fer með hlutverk í kvikmyndinni Shame þar sem hún þarf bæði að syngja og leika í nektaratriði. Leikkonan lét hafa það eftir sér að af tvennu illu hafi henni þótt verra að þurfa að syngja.
„Mér finnst hræðilegra að syngja en að leika í nektarsenu. Maður er svo berskjaldaður þegar maður syngur og mér fannst það erfitt," sagði leikkonan, en þetta var í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að gera slíkt fyrir hlutverk. „Ég hef aldrei kunnað við tilhugsunina um að koma fram nakin, en þetta er verra."
